Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56027
Gummi St
Participant

Fínasta og hin þarfasta umræða sem hér er komin upp.

Til hvers erum við að halda úti isalp.is? Þetta er spurning sem okkur er hollt að velta aðeins upp.
Ég kíki á isalp.is næstum daglega þegar ég er við tölvu og það sem ég býst við og finnst skemmtilegast að sjá eru fréttir af ferðum og aðstæðum. Myndir sem fólk hefur verið að taka og jafnvel video. Fyrir utan svo auðvitað dagskrána og fréttirnar.

Hér Rúnar strax komnar hugmyndir um úrbætur. Eru einhverjir með fleiri hugmyndir sem gætu nýst við þetta? Það var minnst á facebook tengingu, ég væri jafnvel til í að sjá eitthvað vægt eins og „læk“ takka eða svo fyrir þá sem eru að fésast hvað mest.

Í langan tíma höfum við á climbing.is verið að þróa ísklifur-leiðarkerfi sem fer nú brátt að vera notkunarhæft þegar ég er búinn að forrita innskráningarformið sæmilega. Á þessu byrjuðum við fyrir einu og hálfu ári en kannski ekki sett nógu mikin þunga á þróunina til að klára hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum að nýtist ísalpfélögum og væri bara sjalfsagt að tengja þetta hérna inná vefinn þegar það er klárt. Fyrir þá sem ekki hafa séð þetta þá geta þeir kíkt á:
http://www.climbing.is/gspot2.php?page=climb&svaedi=SV&spot=Buahamrar
Þetta er Búahamrasvæðið, setti nokkrar leiðir þar inn til prufu, einnig er hægt að skoða Kjós, Bíldudal og Köldukinn.. þar er eitthvað efni komið inn.

Lengi lifi isalp.is!