Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnjúkagígur enn í fréttum Re: Re: Þríhnjúkagígur enn í fréttum

#57830
0801667969
Meðlimur

Góð grein. En náttúrvernd er ekki það eina sem ég hef áhyggjur af.

Talsvert hefur borið á Birni Ólafssyni sem talsmanni Þríhnjúka ehf.undanfarið. Björn er stofnandi og einn helsti eigandi fyrirtækisins, fyrir þá sem þekkja lítið til.

Varð því fyrir verulegum vonbrigðum þegar ég uppgötvaði nú nýlega að umræddur Björn var einn af stærri hluthöfum og stjórnandi VBS fjárfestingarbanka.

Fjármálafyrirtæki sem skilur eftir sig tugmilljarða skuldir til handa skattborgurum landsins.

Og hvað kemur það málinu við, kann einhver að spyrja.

Þegar einkavæða á náttúruperlu, og hið opinbera er byrjað að ausa fjármunum í ævintýrið þá skiptir máli hverjir þar koma við sögu.

Það er stórt mál þegar afhenda á einkafyrirtæki náttúruna. Leiki einhver vafi á fortíð manna þá ætti náttúran að njóta vafans.

Það er eitthvað stórkostlega bogið við að menn sem skilja eftir tugmilljarða skuldaslóð, sem bitnar beint á samfélaginu, fái náttúruperlur afhentar sjálfkrafa auk þess að fá aðgang að sjóðum almennings.

Ef landinn ætlar einhvern tímann upp úr siðleysinu þá verður að stinga á kýlið, t.a.m. með málefnalegri umræðu.

Ef þetta er allt einhver misskilngur þá endilega leiðréttið mig.

Kv. Árni Alf.