Re: Re: Þráin við Háafoss í þjórsárdal er í aðstæðum.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þráin við Háafoss í þjórsárdal er í aðstæðum. Re: Re: Þráin við Háafoss í þjórsárdal er í aðstæðum.

#55878
Páll Sveinsson
Participant

Við Viðar vorum frekar rólegir í tíðini. Komnir á bílastæðið um 11 og rölltið niður í gilið tók sinn tíma þar sem ekki var eitt snjókorn á svæðinu. Þurftum að síga síðustu 20 metrana.
Það er ekkert eðlilegt við að horfa á þessa leið. Það var bara frekjan í mér sem kom okkur af stað. „Maður hættir ekki við nema prófa“ er verða frasi hjá mér. Viðar kom sér vel fyrir á bak við fyrsta kertið og ég fór fyrri spönn. Fyrstu tuttugu metrarnir hefðbundir 91 gr. bratt klifur, kertað og blautt án hvíldar en það bjargaði þessu að það var slatti af ísvörtum sem hægt var að standa þokkalega á. Að vanda tók við tuttugu metra blómkála skógur upp í góðan stans. Þarna hefði verið betra að hafa nýtísku ísaxir frekar en mínu beinu göngu axir. Ég er svo gamall að ég þarf minn tíma í svona klifur og tók mér langan tíma í að bröllta þetta. Viðar var snöggur upp til mín en hann var nú ekki að deyja úr spenning að taka seinnihlutan og það má aldrei gefa mér val. Sorry Viðar. Eins og með fyrrihlutan þá fylgdi ég sömu línu og um árið. Nú upp nokkra metra og svo út á mitt kertið. Blaut og kertað. Nei ekki blaut. Ímyndið ykkur sturtu í laugunum í tíu stiga frosti. Ég í nýja softshel jakkanum mínum og winstoper buxum. Vitið þið það að þetta verður vatshelt fyrir rest. Þegar allt orðið gegnblaut þá frís skel utan á þetta allt sem heldur bara ágætlega. Í kaup bæti þá fraus beltið og allt sem á því var svo fyrir rest náði ég engu af því. Því var ekkert annað að gera en að klára bara með löngu rönnát. Eftir smá slagsmál við að ná einhverju af mér og koma Viðari upp til mín þurftum við að bera allan gírinn í einu lagi upp í bíl og það var ekki hægt að losa neina hnúta fyrr en daginn eftir.
Fyrir þá sem fylgjast með staðreindum þá var þetta ca. svona. Ég 2t, Viðar 45mín, Ég 1,5t og Viðar 35 mín. ca. Fimm tímar í allt. Við fórum þetta í tveimur 40m spönnum. Fríklifruðum fyrstu 20m. [img]http://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/Copy_of_IMG_2175a.JPG[/img]

kv
Palli