Re: Re: Spori og co.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Spori og co. Re: Re: Spori og co.

#55777
Skabbi
Participant

Ívar F Finnbogason skrifaði:

Quote:
Sæl

Ég vona að ég sé ekki að vera of framhleypin og frekur en ég er að fara að kenna ísklifurnámskeið … hef hugsað mér að … spara mér aksturinn aðeins og fara í Spora á laugardaginn. Þegar ég kem þar verður ansi þröngt og ef aðrir klifrarar eru á svæðinu setur það mér verulegar skorður vegna hrunhættu.

Það ætti ekki að vera vandamál fyrir aðra klifrara að finna önnur skemmtileg viðfangsefni, osfrv..

Ef þú kemur með kúnnana þína fyrstur á svæðið, fínt, hentu upp línum og leggðu Spora undir þig. Þeir sem á eftir koma hefðu átt að lesa Ísalp.is eða vakna fyrr.
Er þetta samt ekki eins og að taka Páskaliljurnar frá á laugardegi í júlí? Þú vilt beisikklí fá að hafa LANG-vinsælasta byrjendafoss á suðvestur horninu út af fyrir þig, á laugardegi, af því að þú nennir ekki að keyra lengra eða ganga lengra eða bíða eftir að aðrir klifri fossinn?

Quote:
[Önnur svæði eru] Vissulega aðeins meira labb og akstur en vel þess virði.

Fyrir alla aðra en þig og kúnnana?

Quote:
Kærar þakkir fyrir tillitsemina,

Ívar

Ekkert að þakka

Skabbi