Re: Re: Skíðafæri við höfuðborgina?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðafæri við höfuðborgina? Re: Re: Skíðafæri við höfuðborgina?

#56584
Sissi
Moderator

Takk fyrir þetta Árni. Í dag stóð á síðu skíðasvæðanna „Það er búið að vera frost í alla nótt þannig að færið er líka mjög gott.“ Sagði mér lítið en ég dreif mig um leið og ég sá texta frá manni sem er eitthvað að marka!

Frábær dagur, toppahengjan og brekkan var góð, sem betur fer fyrir mig var lokað þar þangað til maður mætti á svæðið. Smellti líka einu fari niður skálina í Fram og einu niður diskalyftabrekkuna, hún er í epískum aðstæðum.

Í öðrum fréttum þá voru einhverjir útlenskir skíða- og brettamenn sem skelltu sér niður austurfésið á Skessuhorni í gær í ágætis aðstæðum, þetta er svona frekar mikið respect og enn meira þegar maður hugsar til þess að það hefðu getað verið allskonar verri aðstæður þarna uppi.

Mig minnir að ég hafi heyrt að einhver hafi skíðað rásina sem er svolítið innarlega þarna austan megin, en þeir byrjuðu bara á að fara niður hrygginn og tóku svo rásina sem er fremst. Það var flott að fylgjast með þessu.

Sissi