Re: Re: Skíðafæri Bláfjöllum

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðafæri Bláfjöllum Re: Re: Skíðafæri Bláfjöllum

#55757
0801667969
Meðlimur

Þetta fór eins og ég sagði, það lenti réttu megin við núllið og heldur betur bætti í. Allt kjaftfullt af snjó. Nú er unnið við ýtingar. Líklegt er að allar helstu skíðaleiðir sem skarta snjógirðingum verði komnar inn annað kvöld.
Talsverð vinna er samt eftir svo hægt sé að opna. Þó ekki verði lyftur í gangi þá geta menn bara skinnað og notað troðnar brautir.Stefnt er á almenna opnun um helgina.

Kv. Árni Alf.

P.S. Nú eru komin spiltroðari í Bláfjöll. Hann er með vír sem er 1,5km að lengd. Tæki sem er allgjör snilld. Það er lífshættulegt að vera í sömu brekku og viðkomandi troðari. Góð regla. Skíðið aldrei í brekku sem troðari er að vinna í.