Re: Re: Professionals at work

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Professionals at work Re: Re: Professionals at work

#57346
Karl
Participant

Andið nú með nefinu drengir! –Það er engin ástæða til þess að fara á límingunum í einhverri pólitískri rétthugsun og upphöfnum heilagleika rauðbláu slysavarnarbrókanna.
Þetta er ljómandi skemmtilegt myndband og ekki annað að sjá en þeir hafi gengið lítt haltir frá þessu. (Sennilega er þó heilsusamlegra að ger þetta án frambrodda og með hnéhlífar.)
Ég hef trú á því að fleiri ísklifrarar meiði sig í boltaleik eða úti að hjóla, frekar en þegar menn eru fullir athygli í e-h brölti. Sú var allavega raunin með þann sem sleit á sér hásinina á rennisléttu og stömu íþróttahúsgólfi í gær…..
-í boltaleik!