Re: Re: Línur og gönguexir

Home Umræður Umræður Almennt Línur og gönguexir Re: Re: Línur og gönguexir

#56397
Skabbi
Participant

Sæll Andri

Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú átt við með blandaðri fjallamennsku. Ef ætlunin er að stunda klifur af e-u tagi með línunni, hvort heldur sem er ís eða kletta, er nauðsynlegt að vera með dýnamíska (teygjanlega) klifurlínu. Ef þú ert að hugsa um jöklagöngur þar sem menn eru bundnir saman til þess að tryggja mögulegt fall í sprungu er dýnamísk lína ekki nauðsynleg, þar nægir statísk lína.

Fyrir e-m árum var hægt að kaupa léttar statískar línur í útilíf í mismunandi lengdum fyrir jöklagöngur. Klifurlínur eru amk 50 metra langar, oftast 60. Fyrir 2-3 menn í jöklagöngu er það fulllangt, 20-30 metrar eru nóg, svo fremi sem menn viti hvað þeir eru að gera. Reyndar gildir það um alla fjallamennsku.

Hvað gönguAxir varðar hef ég enga sérstaka skoðun, nota sjálfur Stubai gönguöxi með tráskafti frá 1970. Léttari of sterkari axir eru orðin viðtekin venja. Úrvalið er nú sjaldnast mikið hér heima, gæti borgað sig að leita á náðir internetsins.

Allez!

Skabbi