Re: Re: Laus steinn í Eilífi

Home Umræður Umræður Klettaklifur Laus steinn í Eilífi Re: Re: Laus steinn í Eilífi

#56739
Siggi Tommi
Participant

Hmmm, erum við að tala um eitthvað dót inni í sprungunni vinstra megin við standard klifurlínuna?
Get varla ímyndað mér að það sé eitthvað sem menn taka venjulega í en óneitanlega drifta margir þarna yfir ef þeir lenda í vandræðum með efra krúxið. Maður þarf greinilega að hafa augun hjá sér í næsta túr í V.
Klárlega að henda þessu niður frekar en að fá þetta í toppstykkið á einhverjum (fór nærri illa í Pöstunum um daginn) nema þetta sé algjört lykilgrip og þá þarf að skoða að líma þetta.
Annars er ég svo ungur í þessu að ég var enn með bleyju þegar gömlu refirnir voru farnir að brölta þarna svo ég hef engan atkvæðisrétt í þessu.. :)