Re: Re: Ísfestivalsflopp

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestivalsflopp Re: Re: Ísfestivalsflopp

#57531
0304724629
Meðlimur

Palli, á hvaða plánetu býrð þú? Bullandi snjóflóðahætta, skítaveður og enginn ís. Þó þið séuð að rigna í kaf fyrir sunnan, þá er aðra sögu að segja hér.
Myndir segja meira en mörg orð. Er ekki ísfestivalið hugsað til að kanna nýjar slóðir og reyna að klifra nýjar leiðir? Það var nú ekkert topo til þegar fyrst var farið í Haukadalinn eða austur.
Við búum á Íslandi og það á bara að blása til festivals þessa föstu helgi. Ef það gengur ekki á bara að reyna helgina eftir. Nú eða helgina þar á eftir. Ef það mæta tveir eða tuttugu skiptir ekki öllu máli. Það er þó allavega farið. Ég hef tvisvar mætt í Skaftafell á festival, oltið útaf veginum á leiðinni (var farþegi!) og lokast inni á Selfossi vegna eldgoss og ófærðar. Ekkert mál.

Ég var að skoða myndirnar hjá könunum og drekka vískí. Óhætt að segja að þau klifruðu ansi magnaðar leiðir. Og kölluðu sunnlenska klifrara skrítnum nöfnum fyrir að koma ekki með…

Fékk smá tíser en ekki góða stöffið. Það birtist seinna.

Kitty að klifra Captain Calhoun (70 m WI5) í Garðshvilft í Dýrafirði. Hluti hvilftarinnar er á seinni myndinni. Fínt að fara á skíðum uppeftir (1 klst). Við Búbbi klifruðum leiðina á sunnudaginn.

rok