Re: Re: Innlegg í La Sportiva

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Innlegg í La Sportiva Re: Re: Innlegg í La Sportiva

#56641
Arnar Jónsson
Participant

Takk allir saman,

Veit vel að það er engin töfralausn fyrir mig að skipta um innlegg og að fá mér skó sem henta fótinum mínum betur er án efa besta lausnin. En þar sem skór kosta í dag 70-80 þús þá vill maður reyna allt áður en maður fari í að kaupa nýja skó.

Hef einmitt lesið um að best sé að innlegin séu ekki há og ég mun hafa það í huga. Evo skórnir hef mér þó fundist ekki vera með alveg nægan stuðning og hef fengið hælsæri og sárindi milli tánna. Held að það sé vegna þess að ég skrölti inní þeim svo það gæti verið að þeir séu pínu of stórir, svo að stærra innlegg gæti lagað það en maður verður að fara mjög varlega þar þó :)

Varðandi sér sniðin innlegg þá lét ég gera svoleiðs fyrir mig í hlaupaskónna og ég prófaði þau í gönguskónum en þau eru of há undir ilinni og ég fékk bara strax sárindi þar eftir nokkra km, þó þau hafa verið ágæt í hlaupaskónum svo ég ætla að bíða með það.

Ég ætla að kíkja á Suprafeet innleginn, hef eitthvað lesið um að fólk sé ánægt með þau svo að það sakar ekki að prófa :)

Kv.
Arnar