Re: Re: GPS græjur

Home Umræður Umræður Almennt GPS græjur Re: Re: GPS græjur

#55642
Steinar Sig.
Meðlimur

Hef notað Garmin eTrex Vista HCX í líklega 6 ár. Held ég sé með nafnið á hreinu. Klikkaði aldrei, batteríin endast og endast. Það er nógu öflugt til þess að keyra Íslandskortið, en er samt með léttari tækjum.

Fékk svo fyrir um ári að gjöf Garmin Colorado 300 og er ekki sáttur við það. Fyrir það fyrsta vegur það um það bil þrisvar sinnum meira en gamla og eyðir batteríum á skotstundu. Það frýs einstaka sinnum og þá þarf að kippa batteríunum úr og setja aftur í. Stóri skjárinn og þægilegu takkarnir eru góðir, en þyngdin og batteríeyðslan fara alveg með það.

Ég tek ennþá frekar Vista tækið með mér þó skelin sé brotin og það er því ekki vel vatnshelt auk þess sem skjárinn er svo rispaður að ég þarf alltaf að sleikja hann fyrst og bleyta til þess að sjá á hann. Mæli með öllum eTrex tækjunum.