Re: Re: Fetlalausir fetlar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fetlalausir fetlar Re: Re: Fetlalausir fetlar

#55906
0304724629
Meðlimur

Þessar teygjutaugar(!) eru ALLS EKKI hannaðar til að detta í. Það er ekki einu sinni mælt með að setjast í þær. Himmi líkir þessu við Fifi krókana gömlu sem ég kynntist nú. Þeir voru bara til að setjast í þegar maður var að troða inn skrúfum fyrir tíma stálskrúfa. Þá þurfti að negla inn fyrst og síðan nota exina og beita vogarafli til að koma draslinu inn…. Good old days!

Allavega, ég myndi aldrei fá mér svona drasl nema kanski til að nota í löngum leiðum í Ölpunum. Skil ekki hvað menn ætla að gera við þetta hérna heima.