Re: Re: Fetlalausir fetlar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fetlalausir fetlar Re: Re: Fetlalausir fetlar

#55901
0311783479
Meðlimur

Gleðilegan fullveldisdaginn!

Ég byrjaði svo seint að klifra í ís að ég kynntist aldrei fífí, menn hefðu verið bannfærðir og þar með út af sakramentinu strax ef fífí hefði sést í belti þegar ég hóf að ferðast um með axir tvær.

Líklega er það rétt hjá þér Himmi að detta í naflastrengina væri áþekkt og að detta í fífí, þó yrði þetta dýnamískara fall (teygja í nafnlastreng) en fífí þar sem menn voru bara með sling eða prússík í því ekki satt? Ég var að elta spönn nokkuð bratta og ísinn brottnaði frá þar sem broddarnir stóðu í og því húrraði ég þar sem ég var bara með eina exi í ísnum, hin var reidd til höggs og fætur í lausu lofti. Ekki var nú fallið langt því fóstbróðir minn Andri Bjarnason hafði gott grip á línunni og var bundinn fastur við skoskt grettistak í hlíðum Ben Nevis.

Flækjustigið er aukið tvímælalaust en þetta er samt öryggisnet sem gefur nánast sama frelsi og að vera fullkomlega laus í öxunum.

kveðja úr snjónum í suður Englandi
Halli