Re: Re: Fetlalausir fetlar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fetlalausir fetlar Re: Re: Fetlalausir fetlar

#55914
Siggi Tommi
Participant

Ég fjárfesti í svona í vor og bara notað þá einu sinni, í Þilinu um daginn. Ég er með BD spinner leash.

Sá þetta fyrst og fremst sem afar aukið öryggi í aðkomu að leiðum, því maður er frekar berskjaldaður í snjóbrekkum ef maður hrasar og t.d. rekur olnbogann í (þarf ekki einu sinni það) og missir einu öxina sem maður er oftast með í slíku labbi/brölti. Með naflastreng á maður alla vega einhvern séns á að endurheimta tólið í lúkuna ef það dettur áður en ljóshraða er náð á skriðinu.
Svo er þetta alveg borðleggjandi í alpaklifri og löngum ísleiðum, þar sem já tólmissir væri ávísun á leiðinlegan dag framundan (fáir með þriðja tólið síðustu 10 árin).

Reynslan frá því um daginn var allt í lagi. Var ekki að trufla mig sérstaklega í klifrinu sjálfu, fannst núningur í fullri teygju vera lítill og eiginlega meira pirrandi hvað glamrar í karabínunum (fannst eins og blaðið í öxinni væri að hringla af).
Lenti í því einu sinni eða tvisvar að strengurinn kræktist undir kerti og það var pínu pirrandi og svo var þetta eitthvað að þvælast kringum línuna þegar ég var að elta og þvælast með öxina kringum spottann og skipta höndum (minna fyrir í leiðslunni með línurnar fyrir neðan sig).
Einu sinni klipptist bínan úr annarri öxinni, tók ekki eftir því hvað gerðist. BD dótið er með ólæstar bínur en Grivel með læstar svo þetta gerist ekki á þeim.
Snúningsjúnitið á BD er sniðugt og kom í veg fyrir að þetta flæktist eitthvað að ráði.
En svo er þetta út um allt og fyrir þegar maður er að síga og svona.

Þetta er því svona upp og ofan. Ekki séns að maður nenni að vera með þetta í stuttum leiðum þar sem lítið mál er að síga niður ef tól dettur en á svæðum eins og t.d. í Ólafsfjarðarmúla myndi ég hiklaust vera með þetta því tól sem dettur þar fer í brimið að eilífu (Guðjón missti skrúfu í faðm Ægis í fyrravetur).

Reikna með að taka þetta með samt í flesta túra, þó aðallega með aðkomuna sem öryggistól.

Veit ekki hvernig menn fá það út að þetta dúndrist í hausinn á manni og drepur mann ef það kemur slinkur á þetta í falli. Þetta á að þola 2kN svo það ætti ekki að þurfa mikið sunk til það slitni (það er alla vega hannað þannig).
En ég er svo sem enginn burðarþolsmeistari og veit ekki hvernigs solid (eða ekki) öxi bregst við þegar dýnamískur slingur rykkir í hana frá dinglandi baunasekk. Gæti eflaust hrokkið úr við einhverjar aðstæður.
Það var varað við þessu „öxi í hausinn“ scenario í einhverju klifurforuminu, veit ekki hvort það er byggt á reynslu eða hvað.
Hef bara mínar efasemdir en ef reynsla manna segir annað, þá beygi ég mig undir það… :)