Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Umræður Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56937
Gummi St
Participant

Það hafa margir Ísalparar farið þarna niður og komið til baka með misjafnar sögur, ég veit ekki um marga sem myndu vilja bera ábyrð á hópferð þangað.
En mig grunar að það séu einhverjir innan okkar raða sem eru að fara reglulega orðið þangað niður með lyftu.

Ég fór þarna niður fyrir jólin 2009 og komst þá að því hversvegna þetta er kallað svartholið. Fyrir utan það hvað þetta tekur langan tíma, það sem átti að vera dagsskrepp hjá okkur endaði að við skriðum í bæinn miðja nóttina eftir.

Hafa ber í hug að það þarf rosalega langa línu og einnig varalínu þegar farið er þarna niður og í mínu tilviki var línan handónýt eftirá á þeim kafla sem var í stútnum.