Re: Re: BANFF stemmari

Home Umræður Umræður Almennt BANFF stemmari Re: Re: BANFF stemmari

#56694
Sissi
Moderator

Ég verð að segja að það eru jafnari og flottari myndir í ár en ég man eftir áður.

Fannst Asgard Project mögnuð, búinn að bíða eftir henni lengi, Lifecycles er hrikalega flott, snjóbrettamyndir var frábær og gaman að sjá Íslending algjörlega búinn að meika það (skil ekki sumt sem Halldór gerir og ótrúlega flottur stíll) og Swiss Machine er náttúrulega magnaður þó að Will Gadd myndi kannski segja „his sticks are shit“ og sumt sem hann og Hannold voru að bauka leit út eins og stórslys í uppsiglingu. Ætti kannski að fara að slá aðeins af?

Anyhú, mér finnst samt pínu leiðinlegt að missa út ljósmyndasamkeppnina, ég var mjög hrifinn af þeirri hefð sem var að skapast að læða inn einni íslenskri mynd á ári. Skemmtilegra að ná því í bíó í staðinn fyrir að hittast í KH, eða alltaf á einhverjum mun minni event í það mál.

Síðast en ekki síst að maður hitti mjög lítið af fólki þar sem við vorum í sal 3. Alltaf gaman að sjá aðra og spjalla. Mætti kannski leysa það með því að hafa eitthvað smá event í hléi, happdrætti eða eitthvað, þjappa þessu aðeins saman?

Takk fyrir mig,
Sissi