Re: Re: Aðstæður. Taka 2

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður. Taka 2 Re: Re: Aðstæður. Taka 2

#55881
Sissi
Moderator

Flott, vona að önnur fyrirtæki og björgunarsveitirnar, sem og hinn almenni klifrari, taki svona vel í þetta.

Býð mig fram í stigamission ef einhver handlaginn fæst í þetta. Vara samt við, ég og Góli gerðum gat á hausinn á yfirsmiðnum, Gísla Sím, síðast þegar við fengum að smíða eitthvað.

Svo er kannski allt í lagi að segja frá því, fyrst formaðurinn er ekki búinn að því, að Freyr og Stymmi bættu í ankerin og nú eru tvö tveggja bolta ankeri með keðju í Spora, svo menn ættu að geta sigið ósmeykir.

Sissi