Re: Re: Aðstæður. Taka 2

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður. Taka 2 Re: Re: Aðstæður. Taka 2

#55872
Sissi
Moderator

Væri gaman að heyra hvað menn voru að sýsla um helgina. Böns af liði í Villingadal, ég er að sjá að ég hef rétt klórað yfirborðið þar.

ROK – hvað heldurðu að þetta mömbó djömbó ykkar hafi verið erfitt þarna í tjaldinu? Hljómar eins og amk eitthvað WI5. Frekar svalt. Og allt klifrað á endurunnum hjólbörðum og höggvopnum sem fundust í einhverju kumli þarna fyrir vestan.

Annað mál sem ég hef verið að velta fyrir mér um helgina. Maður er alltaf að lesa um eitthvað aðgangs vesen vestanhafs og ég hef smá áhyggjur af Spora í því samhengi. Held að menn þyrftu að taka eftirfarandi hluti til umhugsunar:

1) Reyna að nota Spora kannski aðeins sparlega, muna að það eru fleiri fossar og reyna kannski að vera ekki með mjög margar heimsóknir á tímabili.

2) Muna að þarna býr fólk sem vill láta ræða við sig en vill ekki láta vekja sig fyrir allar aldir, þetta er verkefni sem tekur ekki svo langan tíma og spurning með að reyna að mæta ekki fyrr en 10-11 á svæðið.

3) Ég er ekki viss um að það sé heppilegt að mæta mikið með gædaða flokka / stóra nýliðahópa / merkta bíla á svæðið. Þessi foss er sérstakur fyrir það að vera mest klifinn hérlendis og er jafnframt nánast í hlaðinu á bæ, en sú staða er ekki víða uppi í kringum höfuðborgina. Því held ég að menn ættu að stíga mjög varlega til jarðar í þessum efnum svo leiðin haldist áfram opin. Það er pirringur til staðar þarna og óþarfi að gera hann verri. Hann er fljótur inn en síðan detta staðir eins og Villingadalur, hin hlíðin í Kjósinni, Kaldidalur og fleira á svipuðum tíma. Kleifarfoss í Þyrli er líka 100m af WI2 og WI3 þegar hann dettur inn. Vona að allir séu amk. til í að taka þetta til umhugsunar.

Síðan langaði mig að benda á tvær fáfarnar sem við fórum í fyrra, Skálafellsfossinn og Leið #41 fyrir austan Þverfellshorn. Báðar hin prýðilegasta skemmtun og sjálfsagt báðar ca. WI4 í góðum aðstæðum. Væri gaman ef fleiri legðu leið sína þangað og commentuðu á þær, held að þetta séu svona djásn eins og Spori sem hafa gleymst þegar Múlafjallstímabilið reið yfir. Auðvelt að sjá Skálafellið frá vegi og bara 15 mín aðkoma.

Svo er bara að vona að þetta hitaskot rústi ekki of miklu.