Re: lausn: enga bolta í Stardal!

Home Umræður Umræður Klettaklifur Eftir fund Re: lausn: enga bolta í Stardal!

#48876
2806763069
Meðlimur

Þið eruð greinilega ekki búnir að fara að klifra það lengi að þið munið ekki hvað þetta snýst allt um. Klifur er ekki golf. Maður labbara bara ekki upp að næsta kletti og byrjar að klifra. Það þarf vissar manngerðir til. Þannig manngerðir eru búnar til á stöðum eins og Stardal þar sem þær klifra flestar leiðirnar með tveimur gömlum hnetusettum og binda bara sling beint í hneturnar því þær eiga ekki fyrir tvistum. Eða eins og Doug Scott sem klifraði fyrstur umrædda Scottsleið, með þvottasnúru frá mömmu sinni.

Klifur á ekki og getur aldrei verið gert of auðvelt þá er það ekki lengur spennandi, og ef maður tekur út allan áhættuþáttinn er það orðið að loftfimleikum. Eigum við ekki bara að hætta öllu þessu leiðslukjaftæði líka (það var jú einhver sem tókst að slasa sig í Valshamri við að reyna slíkt í fyrra).

Þó meirihlutinn sé soft þýðir það ekki að hann hafi rétt fyrir sér.

Ein af leiðunum sem þið hyggist bolta er project sem viðkomandi frumkvöðull hafði aldrei í hyggju að bolta. Er hann geðveikur eða eru þið búnir að missa það?

HVernig væri að þið færuð líka og reynduð að skoða þetta í ofanvað áður en þið æsið upp æskuna. Og ekki gleyma að láréttar sprungur eru líka sprungur og að vini og hnetur má setja inn í vasa og lokaðar sprungur. Ég legg til að þið fáið einhvern til að sýna ykkur hvernig Gegnumbrotið er tryggt áður en þið byrjið að burðast með borvélina þarna upp.

Ekkert persónulegt, en klifur er bara enn klifur fyrir mér!