Re: Janus

#48887
2005774349
Meðlimur

Leiðin sem slík varð ekki fyrir skemmdum, það er að segja að klifrið er óskemmt. En í staðinn er komið ljótt sár rétt í byrjun á leiðinni. Þetta var flaga í byrjun leiðar sem greinilega var laus og menn höfðu hingað til látið vera (og margir öflugir glímt við Janus ;).
Síðan tókst einhverjum að brjóta væna flís úr byrjun leiðarinnar „Lömbin þagna“, líka flaga sem skrölti aðeins og var ekki fyrir neinum. Viðkomandi einstaklingum þótti hún hinsvegar til trafala og eyddu góðum tíma og orku í að losa flöguna.

Klifrarar verða aðeins að hugsa og muna að það er ekki hægt að skrúfa klettinn saman aftur.

Klifrarar hafa fengið að nýta Hnappavallahamranna vegna góðrar umgengni og velvildar ábúenda og landeigenda.
Við skulum halda því áfram.

Hjalti Rafn.