Re: Húsnæðismálin

Home Umræður Umræður Almennt Aðalfundur Ísalp 2008 Re: Húsnæðismálin

#52493
0309673729
Participant

Á aðalfundinum var spurt um húsnæðismál Ísalp og Klifurhússins. Svar stjórnar var dálítið óljóst, kannski vegna þess að þeir sem vissu mest um málið, formaður og gjaldkeri, voru fjarri góðu gamni.

Eftir því sem ég kemst næst þá mun Klifurhúsið líklega flytja á árinu, væntanlega fyrir áramót. Vonandi það því sögusagnir eru um að núverandi leigusamningur nái ekki lengra. Húsið sem flytja á í ku vera óbyggt og hægt gengur að fá úr því skorið, hvar, hvenær og hvernig það verður reist.

Við þetta missir Ísalp að sjálfsögðu sína aðstöðu. KFR býst þó við að geta skaffað Ísalp aðstöðu á nýja staðnum.

Ég ítreka að þetta eru ekki staðfestar fregnir. Er ekki mál að KFR og Ísalp skýri betur frá þessum málum. Varla eru þetta einhver leyndarmál?

Þegar Ísalp flutti í Klifurhúsið fór mikill tími og orka af hálfu Ísalp félaga í að koma upp aðstöðunni á efri hæðinni í samvinnu við Klifurhúsið. Önnur starfsemi klúbbsins varð minni fyrir vikið. Ég er frekar á því að skynsamlegt sé fyrir klúbbinn að flytja næst í fullbúna aðstöðu. Gjarnan með Klifurhúsinu til hagsbóta fyrir báða aðila.

með kveðju
Helgi Borg