Re: Fyrir þá sem eru læsir….

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hardcore í tjaldi Re: Fyrir þá sem eru læsir….

#54156
Karl
Participant

Himmi, -hvar hef ég skrifað um snjóhús þar sem hægt er að standa uppréttur?
-Eg talaði um snjóhús þar sem hægt er að SITJA og LIGGJA.

Varðandi leka og raka í snjóhúsum þá er það spurning um loftræstingu og þakform.

Snjóhús grafin í hengjur:
Hér hafa gengið aftur teikningar af snjóhúsum þar sem megináherslan hefur verið á að hafa húsin eins hlý og hægt er.
Mönnum hefur verið ráðlagt að hafa op eins neðarlega og hægt er og jafnvel verið ráðlagt að puða við að grafa húsin um eins þröng op og hægt er . Hús af þessari gerð eru bæði illgræf og vond til búsetu. Það er mikið fljótlegra að grafa hengjuhús um þokkalega stórt op svo svo hægt sé að standa þokkalega að verki.
Það er kostur að hafa opið ofarlega, minni hætta er á að skafi fyrir opið og loftræsting er auðveldari. Síðan er öndun stillt með því að stinga göt með skíðastöfum þar sem það hentar.
Kuldi er ekki vandamál en loftræstingu þarf að vanda.

Varðandi snjógryfjur á flatlendi þá er grafinn ca 1,5 X 2,5 metra gryfja og efninu sem kemur upp hlaðið umhverfis hana. Gryfjan er látin breikka út til hliðanna. Síðan er skíðum, stöfum, sleðum og þ.h raðað sem þakbitum yfir gryfjuna og reft yfir með blokkum sem skornar hafa verið annarsstaðar og síðan kastað yfir snjó og þjappað eins og tök eru á.

Æskilegt dýpt er þannig að hægt sé að SITJA uppréttur.
Útfrá mjórri endanum, hlémegin, er grafið vik sem notað er sem uppganga. Nauðsynlegt er að þetta vik sé til hliðar við svefnrýmið. Þessu viki er lokað með bakpoka.
Inni í snjóhúsið tekur maður exi og skóflu og jafnvel skíðastaf ef e-h er á lausu.
Loftræst er með því að stinga göt upp úr þaki eða skáhalt upp um hliðar.

Ég hef gert skýli af þessari gerð tvær nætur í röð í arfavitlausu veðri og átt þar ágæta vist. Þar er ég að tala um hvassviðri og háarenning þar sem vindurinn velti gjarnan púlkunum og töluvert skóf ofan í gryfjuna á meðan verki stóð. Dvölin fyrri nóttina var það góð að við tókum okkur upp og héldum áfram í verra veðri en daginn áður, þar sem við vissum að lítið mál væri að gera annað skýli sömu gerðar þegar kvöldaði.

Ég var þarna með Árna Alf og Himma Aðalsteins. Við höfðum ekki grafið gryfju af þessari gerð sameiginlega áður og fyrri gryfjan tók okkur tvo tíma frá því að við stoppuðum og þar til allir voru komnir inn. Seinni gryfjan tók 1,5 klst.
Þetta er líklega ekki nema klukkutíma verk í góðu veðri.

Svo eru góðir kostir við snjóhús ss að ekki þarf nema hálfur uppúr pokanum til að skilja við no. 1. Og áður en skíðin eru tekin úr þakinu þá má skilja við no. 2 í skjóli.
Tjöld eru svo ágæt í þokkalegu veðri.