Re: Börnin hans Jökuls

Home Umræður Umræður Almennt Grípum til vopna!!! Re: Börnin hans Jökuls

#47768
Karl
Participant

Það eru umræður um raunveruleg ágreiningsefni sem halda lífi í spjallrásum eins og þessari. Þetta er raunar ágætt umræðuefni hjá Jöklinum og vert að minnast þess að ísl virkjunarsaga innifelur dínamítsprengingar og formlegan terrorisma til andófs stíflugerðar. Voru þar á ferð Mývetningar vopnaðir dráttarvélum, sóknarprestinum, sveitarstjórnarmönnum og slatta af dínamíti sem stolið var af virkjunaraðilanum. Sprengdu þeir við mikin fögnuð undirstöður lokubúnaðar við útfall Mývatns. Héldu síðan til höfuðstöðva Laxárvirkjunar og lýstu ódæðinu á hendur sér,-og komust upp með þetta og eru farnir að segja barnabörnunum frægðarsögur af því þegar þeir voru terroristar í gamla daga…

Ég er þeirrar skoðunar að umræðuefni og orðaval á síðunni eigi ekki að raska hugarró þeirra sem leggja sig eftir því að lesa spjallsíður ÍSALP. Ef einhver telur sig eiga um sárt að binda vegna stóryrða e-h er vert að minna á að stóryrði hitta fyrst og fremst þá sem þau skrifa -NB UNDIR NAFNI eins og málum er nú háttað.

Innlegg Jökla á þessa síðu vekja að sjálfsögðu mesta athygli vegna þess hvað Jökla er tíðrætt um BÖRNIN SÍN! -Koma e-h frekari skýringar á þessum barneignum þínum Jökull? Vonandi er þetta ekki afleiðing af því að „stjórnvöld eru að ríða okkur útvistarmönnum feitt í rassinn.“ -Eins og þú skrifaðir sjálfur.

Hvað Dúllarann viðkemurfinnst mér að hann eigi frekar að halda uppi skriftum hér á síðuna frekar en leggja til ritskoðun og að menn haldi kjafti. Þú verður bara að feisa það að des greinin var einfaldlega ekki nógu góðar bókmenntir…haha.

Vill benda Ísölpurum á að undirritaður situr f.h. Samtaka Útivistarfélaga í sk Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Þar hefur ágætur hópur m.a. metið útivistargildi 45 virkjunarkosta og er vonandi að sú röðun verði til þess að við útivistarmenn getum unað þokkalega sáttir við virkjanir framtíðarinnar þegar þessu fáránlega virkjanatrippi Dóra & Dabba lýkur. Get frætt menn á að bráðabirgðaniðurstaða Ramm. metur mestan skaða af virkjunum að Fjallabaki en telur virkjanir á vestanv. Reykjanesskaga, Núpsvirkjun og Búðarhálsvirkjun mjög æskilegar. Kárahnjúkavirkjun lendir í háum skaðsemisflokki skv þessari flokkun en D&D er víst nokk sama.