Re: Aðstæður

Home Umræður Umræður Almennt Jólajóla! Re: Aðstæður

#53360

Smá rapport hérna.

Ég skrapp í bíltúr áðan upp í Hvalstöð. Aðstæður eftir hlákuna eru svona lala.

Það var mikill snjór utan á klettunum þannig að erfitt var að greina ís úr mikilli fjarlægð.

Smá ís í búhömrum. 55° klifranlegar að öllum líkindum.

Sá ekkert inn í Eilífsdal vegna snjókomu. Ætti að vera í fínum málum þrátt fyrir stuttan hitakafla.

Ekkert að gerast í Ýring, Óríon ennþá feitur. Lítið í Flugugili.

Smávegis af ís í Múlafjalli, sá ekki Stíganda en Rísandi ætti að vera vera klifranlegur þó að mjór sé. Ábyggilega mjög skemmtilegar mix-aðstæður.

(Birt án ábyrgðar (eins og lottótölurnar:) )

Þannig er nú það.

Góða skemmtun í klifrinu á morgun. Sjáumst í glögginu.

Ági