Reply To: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst?

Home Umræður Umræður Klettaklifur 100 leiðir í Stardal! Hvað næst? Reply To: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst?

#70024
Otto Ingi
Participant

Til í fund um þessi boltamál í Stardal.

Ég vil byrja á að segja að ég er alfarið á móti boltun klifurleiða í Stardal. Það væri eitthvað sem gæti auðveldlega farið úr böndunum auk þess sem að það myndi trufla mig sem dótaklifrara að sjá bolta innan seilingar í miðri dótaklifurleiðslu.

Ég væri hinsvegar til í að fá boltuð akkeri í Stardal.
– Fyrir vel valdar leiðir boltuð akkeri fyrir neðan brún þannig að hægt sé að nota þau fyrir top rope. Athuga, ég segi vel valdar leiðir, það þýðir ekki 100 top rope akkeri. Mikið af leiðum þarna henta einfaldlega ekki fyrir top-rope og þá yrðu enginn boltuð top rope-akkeri í þeim leiðum. Svo eru aðrar leiðir ekki það skemmtilegar að þær yrðu mikið top-rope-aðar, ástæðulaust að vera að klína inn tope-rope í leið sem yrði kanski klifruð einu sinni á fimm ára fresti.
– Boltuð akkeri fyrir ofan brún, t.d. 5-10 m fyrir ofan brún. Þannig gæti eitt akkeri virkað fyrir nokkrar leiðir.

Þetta myndi ekki trufla mig neitt sem dótaklifrara.
Boltuð akkeri gætu laðað að minna reynda klifrara eða klifrara sem eiga ekki fullan dótarakk.
Boltuð akkeri myndu spara mikinn tíma fyrir dótaklifrara þannig að þeir gætu dótaklifrað fleiri leiðir á einum degi.
Boltuð akkeri myndu auka öryggið í dalnum.
Þetta myndi auðvelda dótaklifrurum ef tryggjarinn hefur ekki áhuga/getu á að elta leiðina og hreinsa hana. Klifrarinn getur sjálfur sigið niður og hreinsað leiðina (án þess að skilja eftir dóta-akkeri uppi sem þarf síðan að sækja í lok dags).