Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2017-18 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18
1. janúar, 2018 at 23:20
#64682

Keymaster
Ég fór í Grafarfoss og Granna 29. des. Grafarfoss var í geggjuðum aðstæðum, mjúkur mest alla leið og góður ís alveg upp að akkerinu, smá rennandi vatn rétt undir ísnum rétt í toppinn en ekkert alvarlegt. Granni var í skemmtilegum aðstæðum, svolítið af snjó ofarlega en það var ekkert mál að tryggja og koma fyrir öxum þrátt fyrir það.
Granni er núna breiðari en ég hef séð hann, er ekki bara innst í kverkinni heldur er hann orðinn talsvert breitt þil og svo er aðskilin lína búin að myndast andspænis Grafarfossinum. Veit einhver til þess að þetta hafi verið klifrað?