Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2017-18 Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

#63887
Halldór Fannar
Participant

Við Ágúst Kr. Steinarrsson fórum í Spora í Kjósinni 23. nóvember. Það hefur komist í vana hjá mér að byrja alltaf ísklifurstímabilið þar. Bóndinn á Fremra-Hálsi tók okkur vel þegar við heilsuðum upp á hann og báðum um leyfi að leggja hjá honum og fara um landið hans. Það var undarlega mikill snjór í leiðinni eins og sést á myndunum. Það var ekki mikill snjór í hlíðunum, virtist allt hafa safnast í fossinn – metersdjúp snjóhengja efst sem var nákvæmlega ekkert hald í. Ég hafði sérstaklega gaman af því að ormast í gegnum hana (eða þannig). Það þýddi líka töluverðan gröft til að finna akkerið á toppnum (sjá mynd). Þetta var þynnsti ís sem ég hef upplifað í þessari leið, við notuðum eiginlega bara stuttar skrúfur og víða voru þetta bara sæmilega þykk ístjöld sem 16cm skrúfur fóru í gegnum – maður þurfti því að fara mjög varlega á köflum. Samt alltaf gaman að klifra þessa leið, sérstaklega af því að hún er svo skjólsæl. Það var tryllt veður í kringum okkur sem breyttist svo í blindbyl þegar við röltum til baka. Ég læt líka fylgja með mynd af Konudagsfossinum sem var alveg að komast í aðstæður.

  • This reply was modified 5 years síðan by Halldór Fannar. Reason: Fixing image sizes to be below maximum