Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2016-2017 Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017

#62774
Siggi Richter
Participant

Við Maggi fórum inn í Botnsdal í dag, og byrjuðum á að kíkja inn í Glymsgil, en þar var sólin löngu byrjuð að rífa niður leiðirnar. Flestar leiðirnar virtust vera í henglum, og áin opin alla leið, svo við mixuðum okkur upp Kelduna uppúr gilinu.
Við kíktum svo yfir í Múlafjall og fórum upp Stíganda, frekar kertaðar aðstæður og snís bunkar (Mér sýnist glitta í okkur í grjótinu fyrir ofan Stíganda á myndunum frá Ágústi). Skemmtilegt klifur, en heldur vandasamt að finna góðan skrúfuís á köflum.