Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

Home Umræður Umræður Almennt ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

#61887
gulli
Participant

Flott að heyra að mikil vinna og pælingar hafa farið í þessa ákvörðun og persónulega efast ég ekki um að þetta er ákveðið með hagsmuni ÍSALP að leiðarljósi. Frábært. Breytir því ekki að þetta er risastór ákvörðun og nauðsynlegt að kynna hana vel og leyfa félagsmönnum að hafa skoðanir og ræða. Vonandi mæta fleiri á þann fund en hefðbundinn aðalfund ÍSALP. Hef töluverða samúð með stjórnarmeðlimum sem þurfa að standa í þessu brasi dag frá degi og eru að reyna sitt besta en lítill áhugi hjá félagsmönnum oft á tíðum sem ekki einu sinni nenna á aðalfund. Vonandi endar þetta ekki eins og BDSM félagið Samtökin 78 ….