Ísaðstæður 2012-2013

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47611
    Arni Stefan
    Keymaster

    Miður október og því löngu tímabært að fara út og lemja ís.

    Birkitréð 15. okt

    Ég, Helgi og Rúna skelltum okkur undir Þórisjökul í dag eftir ábendingu frá Viðari.

    576417_4588294664856_839137963_n.jpg

    Þetta mætti líklega alveg fá viku eða tvær í viðbót. Mjög kertað neðst en skánaði ofar. Þar tók samt fljótlega við frauð og ótryggjanlegt drasl.

    Engu að síður kominn ís og leiðin fær, góður dagur á fjöllum.

    #57903
    Arni Stefan
    Keymaster

    #57907
    Sissi
    Moderator

    Ískönnunartúr í dag, Rísandi og Stígandi fara að detta inn með þessu áframhaldi

    https://plus.google.com/photos/104240981616495770314/albums/5801472892880360929

    #57910
    Sissi
    Moderator

    21. október: Birkitréð í Þórisjökli

    Birkitréð hefur fengið allnokkrar heimsóknir síðustu daga, í dag voru tvö teymi á ferðinni; Stymmi + Atli formaður og Bjöggi+Leifur+Sissi. Sósíal stemning í Þórisjökli, það hefur sennilega ekki gerst í dágóðan tíma.

    Ennfremur voru Robbi og Siggi Tommi þarna í gær og Robbi fyrr í vikunni.

    Fóru fleiri út að berja ís?

    [img]https://lh4.googleusercontent.com/-7pyL5-QvUls/UISBiJpLw9I/AAAAAAAAKqU/yu4pcqocqck/s558/IMG_6913.JPG[/img]

    PS – af hverju er svona mikið ves að uploada myndum hérna á vefinn, væri hægt að skýra eitthvað hvernig það er gert, kemur alltaf eitthvað “fakepath” rugl hjá mér.

    Uppfært: Allt að gerast í Kaldakinn líka

    #57915

    Af myndunum sem Sissi póstaði fyrir skemmstu að dæma var Múlafjall allt að komast í stand. Ég, Viðar og Ívar fórum í gær (23.10) til að skoða þetta í návígi.

    Það var í sjálfu sér nóg af ís, en það er jú betra að hann sé fastur við klettinn. Það var hann ekki. Þetta var allt á leiðinni niður enda hitinn yfir frostmarki. Við fórum upp litlu höftin í Stíganda og þá strax varð ljóst að þetta hékk uppi á lyginni.

    Við fyrsta tryggingarhaftið stóðum við og góndum upp á fljótandi ísinn þegar stór hluti þess hrundi og sannfærði okkur endanlega um að þetta væri nóbreiner.

    Til að gera þetta að góðum degi á fjöllum héldum við inn í Leikfangaland og mixuðum aðeins. Það var gaman. Auk þess að taka slatta af myndum þá splæsti ég í eitt vídjó líka. Þar sést Viðar taka sitt rönn.

    Læt hér líka fylgja eina pano-mynd sem dekkar stærsta hlutann af Múlafjalli.

    [attachment=471]Mulafjall_pano.jpg[/attachment]

    #57917

    Var að setja inn nokkrar myndir frá því að Birkitréð var klifrað á sunnudaginn og svo úr mixi í Múlafjalli í gær.

    Ættuð að lenda á réttum stað hér.

    #57928
    1207862969
    Member

    Helgi, Rúna og Árni klifruðu Rísanda í Múlafjalli í dag.

    Aðstæður voru svolítið funky. Mikið um regnhlífar eftir hvassviðrið, en ísinn var vel klifranlegur og meira að segja ítryggjanlegur!

    #57929

    Engar myndir, ertu kannski bara að plata?

    #57930
    1207862969
    Member

    Eitthvað drasl á linsunni, en svona leit miðjuhlutinn sirkabát út.

    [attachment=473]P1080707_2012-11-05.JPG[/attachment]

    #57931
    KatrinM
    Moderator

    Ég, Ásdís og Ottó fórum í Spora í gær. Hann var í fínustu aðstæðum, en svolítið fönkí eins og Helgi lýsti Rísanda, efri spönnin öll út í regnhlífum eftir rokið.

    Það er náttúrulega byrjað að rigna núna þannig að þetta er ekki beint að marka, en kannski gefur einhverja hugmynd.
    Set líka inn mynd af leiðinni sem er vinstra megin við Spora, veit ekki hvað hún heitir en er viss um að hún sé klifruð líka :)

    [attachment=476]P1030308b.jpg[/attachment]

    [attachment=477]P1030363b.jpg[/attachment]

    #57932
    0304724629
    Member

    Við fórum í Álftafjörð á laugardaginn 3. nóv í leit að ís. Allt frekar þunnt en eftir að hafa vaðið kjarr í klofdjúpum snjó í þrjá tíma eins og einhver fjandans rjúpnaskytta, enduðum við á að toprópa Dreitil sem er rosa skemmtileg 70 metra leið. Leiðin var ansi þunn neðst og beljandi vatnið í fossinum sást í gegn. Annars svaka gaman að spóla svona upp 4. gráðu án þess að hugsa mikið.

    #57936
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég fór ásamt tveimur byrjendum upp í Bröttubrekku á Sunnudag. Þar voru virkilega fínar aðstæður og við skemtum okkur mjög vel. Ég hélt að ég væri að fara “Single malt og appelsín – WI4-5” en þetta var víst.
    Single malt on the rocks
    04.12.2010
    FF. Bergur Einarsson og Jósef Sigurðsson
    Lýsing leiðar:
    1. spönn – 3. spönn: WI3, 100m.
    4. spönn: WI4 – 20m.
    5. spönn: WI4 – 15m.
    6. spönn: WI4+ – 25m.
    7. spönn: WI3 – 10-12m.
    8. og 9. spönn WI3 80m.
    Fann gamlar myndir frá Sissa sem verða að duga þangað til myndbandið verður klárt.
    https://plus.google.com/photos/104240981616495770314/albums/5544738248043733505?banner=pwa&authkey=CIjF0Pq2ws3Z4wE

    [attachment=478]palli.jpg[/attachment]
    Lauma samt einni mont mynd af mér með.
    kv. P

    #57939
    3103833689
    Member

    Við Védís vorum þarna fyrir neðan ykkur, tókum neðrihöftin.
    Ein góð af védísi.
    [attachment=479]IMG_2467.JPG[/attachment]

    #57940

    Tókuð þið engar myndir stelpur?

    #57941

    Við Bergur Einarsson keyrðum Kjalveg upp að Bláfelli í gær. Datt í hug að kanna nokkur gil sem eru í hvilft sem er í NV-hlið fjallsins og er vel sýnileg frá vegi. Sáum glitta í einhvern ís og ákváðum að kýla á þetta. Reyndist vera einn stakur foss ca. 25 m. Aðkoman var ansi hress. Íshellir úr snjó frá því vetrinum áður. Stór stykki sem sem sátu ofan á gilbrúnum og ganga svo niður í gilið eins og kjölur á skútu. Fínt haustklifur til að hrista rykið af græjunum, en líklega fyllist þetta gil af snjó á hverjum vetri.

    Hefur einhver farið þetta áður, eða aðrar leiðir í Bláfellinu? Ef ekki þá er hér FF skýrslan:

    Nafn leiðar: Rjúpan eina.
    FF: Bergur Einarsson og Ragnar Heiðar Þrastarson 11. nóv. 2012.
    Aðkoma: Ekið norður Kjalveg um 700 m framhjá afleggjara að Skálpanesi. Hvilftin blasir þar við á
    hægri hönd. Leiðin liggur upp gilið lengst til vinstri í hvilftinni af þeim þremur mest áberandi sem þar
    er að finna.

    Ein spönn – 25 m – WI3

    Fleiri myndir hér.

    kveðjur
    Raggi

    #57942
    Skabbi
    Participant

    Í öllu falli fáránlega töff aðkoma!

    Skabbi

    #57943
    2806763069
    Member

    Held að þið verðið að byrja nýjan þráð fyrir FF veturinn 2012 / 2013 og taka heiðurssætið efst á þeim listanum – vel gert!

    kv.
    Sófacore

    #57945

    Ætli ég hafi ekki líka villst inn í Kringlugil í dag ásamt Eiríki F, eftir að hafa farið af stað með annan foss í huga. Fannst kannski ágætt að tilkynna það, ef ske kynni að einhver á för þangað um helgina, þar sem ég rispaði á mér hnéð í einni spönninni og því gæti verið einhverjar blóðslettur þarna, en ég hreinsaði það sem ég gat.

    Það var þó eitthvað annað ísklifurteymi á ferð, þekki voða lítið til ísklifursfólksins þannig að ég veit ekki hver var. Ég og Eiríkur F ákváðum að prófa gilið lengst til hægri. Það var bara voða fínt og ágætis ís efst en það pissaði duglega neðst í gilinu.

    IMG_1316-M.jpg

    #57950
    Skabbi
    Participant

    Aðstæður í Austurárdal, Bröttubrekku og í Haukadal eru prýðilegar um þessar mundir, mikill ís og lítill snjór.

    Skabbi

    #57951

    Við Védís fórum í Villingadal á laugardag. Þar er góður ís og nóg af honum.
    Um morguninn hittum við landeiganda sem var að fylgjast með rjúpnaskyttum. Við lofuðum að fara varlega og kvöddum hann.
    Nema hvað að þegar að við vorum að labba til baka í lok dags (um 17:30) fæ ég hringingu frá lögreglunni í Borgarnesi sem spurði hvort að ekki væri allt í lagið hjá okkur. Þá var landeigandinn farinn að hafa áhyggjur þar sem hann sá ekki til okkar og stutt var í myrkur.
    Auðvitað var allt í lagi og við þökkuðum bara fyrir eftirfylgnina. Segiði svo að ekki sé vel fylgst með manni!

    #57952
    Robbi
    Participant

    Klifrðuðum í dag ég, Katrín, Berglind og Helgi Egils í Reynivallaháls í dag. Héldum að leiðin væri ófarin en við nánarin athugun í ársriti 1990 heitir hún Nóngil 3-4gr.

    Fullta af ís og sennilega nýtt afbrigði til vinstri klifrað, veit einhver ?

    Óríon og múlafjall í aðstæðum, aðkomuhöft í Ýringi of þunn en efsta haftið klifranlegt.

    [attachment=482]nongil.jpg[/attachment]
    Nóngil, Veit einhver hvort klifrað hafi verið vinstra megin ?

    [attachment=481]mulafjall_2012-11-19.jpg[/attachment]
    Múlafjall

    [attachment=484]risandi.jpg[/attachment]
    Rísandi og stígandi

    [attachment=483]orion.jpg[/attachment]
    Óríon

    #57954
    0311783479
    Member

    Hey Robbi,

    Ég og Þorvaldur Gröndal klifruðum vinstra afbrigðið ca. 2002. Töpuðum skrúfu sem fannst svo niður við veg seinna um vorið!

    Eðal leið, stöllótt og ekki of brött höftin.

    Einhver (Palli/Olli?) sagði okkur að líklega hefði Jón Geirs et al. klifrað þetta fyrir 1990.

    Btw. snilldar blogg póstur hjá þér með æfingar fyrir vetrarklifur! Ég farinn að munstra mig við “kuðunginn” – með misjöfnum árangri og undarlegum augngotum frá nærstöddum ;o)

    kveðja
    Halli

    #57962
    2109803509
    Member

    Virkilega skemmtilegt klifur í Nóngili. Man ekki eftir að hafa klifrað regnhlífar í svona þæginlegum halla ;)

    Nokkrar myndir hér:
    http://arnarogberglind.smugmug.com/2012/isklifur/26693846_Chpcqz#!i=2233470967&k=kSV8LpX

    (linkurinn virkjast ekki allur en nóngilsmyndir byrja no. 16)

    #57966

    Við Viðar Helga tékkuðum á Óríon á föstudaginn. Fórum fyrri spönnina fyrst við vorum nú komnir á svæðið en ekki séns að við þyrðum í rest. Kertið sem klifað er upp og út úr hellinum náið ekki niður og var í raun samansafn af íspípum sem vísuðu í allar áttir. Það var mjög spes að sjá þessa ísskúlptúra útum allt, sumir hangandi á engu.

    Það var rennsli í fossinum sjálfum en annars allt löðrandi í ís. Gefa þessu smá tíma og þá nær kertið niður. Eins og ísinn er þarna núna þá er þetta þokkalega fönkí og fint, þ.e. neðri spönnin og okkur sýndist efri parturinn vera stórfurðulegur.

    Lærdómur dagsins var að stóla aldrei á imbavélar. Ef vélin sýnir að rafhlaðan sé full þá gæti hún þess vegna verið tóm. Það var einmitt málið og eina myndin sem við tókum var á iðnaðarsímann minn. Afraksturinn sjáið þið hér.

    #57967
    Siggi Tommi
    Participant

    Við Berglind fórum í Flugugil í Brynjudal í dag í hörku ferð.
    Höfðum greinilega eitthvað stærri hreðju en Bjöggi og Viðar og fórum upp allan Óríon. :) (eða vorum klókari í leiðavali)
    Fórum upp lengst til hægri í þurrum og góðum ís (sluppum alveg við megin bununa þar). Stans undir þakinu hægra megin og svo upp fönskísjitt kertaða rennu upp að efra þakinu þar sem var afar áhugavert klifur upp úr og inn á megin fossinn aftur. Mikið stuð, mikið gaman…

    Þá var ekki nógu áliðið svo við fórum niður hálft gilið og yfir í Kertasníki (hét hann það ekki annars) og enduðum uppi á topp í ljósaskiptunum. Lögðum ekki í aðal lafandi besefann í neðra haftinu en efri partinn var ekkert í boði annað en megin kertið. Mjög skemmtilegt klifur og þægilegra en það leit út fyrir en þó þétt fimma alveg. Minnir að leiðin hafi verið gráðuð WI5+ í FF en hún myndast sennilega mjög mismunandi – hef séð hana með miklu minni ís, aldrei svona spikaða…
    Bröltum svo niður gilið í myrkrinu.

    Allt löðrandi í ís en fjúkið í frostinu um daginn hefur blásið sumu þarna í merkilega strúktúra.
    Sknilldar dagur á fjöllum.

    [attachment=491]DSC00754.JPG[/attachment]
    Óríon. Fórum upp alveg lengst til hægri og upp í þakkverkina þar fyrir ofan.

    [attachment=492]DSC00793.JPG[/attachment]
    Kertasníkir (held ég). Fórum upp miðjukertið í byrjun, upp á sylluna og gegnum gat í efra kertinu og upp utan á því hægra megin.

    [attachment=493]DSC00725.JPG[/attachment]
    Fleiri fossar í Flugugili. Man einhver hvað þetta heitir og er gráðað?

    [attachment=494]DSC00727.JPG[/attachment]

    [attachment=496]DSC00786.JPG[/attachment]
    Þessir eru aðeins ofan við Óríon, beint á móti Kertasníki. Nokkuð groddalegur þessi hægri pillar (20m bratti kaflinn ca.).

    Myndir komnar Picasa
    Berglind með fleiri á: Smugmug

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 55 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.