Ísaðstæður 2012-2013

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #58247
  Gummi St
  Participant

  Klifraði í góðum félagsskap í Bröttubrekku á föstudag Single malt leiðunum blandað saman í frábærum aðstæðum, jólaís með rjóma.
  Góður ís í stóra haftinu í on the rocks og skemmtilegar regnhlífar í vinstri leiðinni single malt og appelsín minnir mig að sé röðin á þessu.

  #58258
  Jon Smari
  Participant

  Við Snæbjörn fórum í Tvíburagil fyrir um viku síðan. Frekar fátækt af tryggjanlegum ís, en skemmtilegur ís í kringum mix-leiðirnar.

  #58259
  Jon Smari
  Participant

  Klifraði Spora ásamt Stefán Ágúst í gær mánudaginn 25. mars. Ágætisaðstæður, ísinn nokkuð góður að mestu, en töluvert um regnhlífar og “snís” efst.

  #58260
  Sissi
  Moderator

  Það virðist nú vera ýmislegt fleira í gangi, maður hefur rekist á myndir af Ýringi og fleira sem fólk hefur verið að berja, ísinn víðist leynast hér og þar þessa dagana.

  Hvet klifrara til að sýna smá ást og pósta á vef allra fjallamanna, ekki bara fyrir ömmur og afa á illum samskiptamiðlum :)

  #58266
  Siggi Tommi
  Participant

  Ætlaði að hamra ís í Kinninni með Arnari og Berglindi síðustu daga en þar var allt á hraðri niðurleið í hlýrri vorsólinni. Heyrðum þungar drunur strax kl. 7:30 í morgun og hálfu fossarnir höfðu hrunið dagana á undan (þmt. efri parturinn af Stekkjastaur).
  Var því lítið annað að gera en að flýja á hærri slóðir og endaði ég því ásamt Arnari og Ólíver heimamanni í SuperDupont (WI5) í Stólnum í Skíðadal í dag. Ísinn í fínu standi og í meira lagi í leiðinni þetta árið. Varð því úr hin besta skemmtun í blíðviðrinu. Fossinn gæti alveg þolað nokkrar vikur í viðbót ef ekki hlýnar mikið meira en þetta.
  Aðrir Fossar í Stólnum (ofan Dælis og Másstaða) í fínu standi og snjórinn sæmilega stabíll.

  Gummi stóri og Arnar fóru í Ormapartý (WI4+) í Búrfellshyrnu í Svarfaðardal og áttu góðan dag.
  Aðrar leiðir þar (Wanker Syndrome, Ýmir etc.) væntanlega í fínu standi líka.

  Annars er betra skíðafæri en ísfæri hér á N-landi en með góðum vilja má eiga góða klifurdaga á Skíða- og Svarfaðardalssvæðinu.

Viewing 5 posts - 51 through 55 (of 55 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.