Re: svar: Tindfjallaskálinn

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallaskálinn Re: svar: Tindfjallaskálinn

#51933
Karl
Participant

Ég kom í Tindfjallaskála um sl. helgi. Verð reyndar að viðurkenna að nýja millihurðin kom aftur í bæinn en verður klár eftir nokkrar strokur.

Ástandið á skálanum er þannig að hægt er að klastra í hann til e-h ára en ekki er raunhæft að gera skálann upp. Það er einfaldlega hagkvæmara að byggja nýjan frá grunni. Slíkur skáli á að vera í sama formi og sá gamli þ.e. opin forstofa, þar yfir svefnloft og skáli/ eldhúskrókur líkt og nú er.
Ástandið á skálanum núna er hinsvagar með þeim hætti að menn eru hættir að ganga vel um skálann og leggja metnað í að skilja vel við. T.a.m. mokaði ég sl. sunnudag upp 4 skóflur af harðtroðnum snjó af gólfinu og greip með e-h matarleyfar sem Ársælingar skildu eftir sig.
Sá frágangur, ásamt slysalegri umgengni helgina áðu,r bendir til þess að á ferðinni séu fjallamenn sem ekki eru almennilega “húsvanir”.

Ég sé bæði kosti og galla við að afsala skálanum til
Fí.
Ég tek undir með Palla að miklu skiptir að farið sé vandlega yfir stöðuna og tryggt sé að öll sjónarmið komi fram.