Re: svar: Tindfjallaskálinn

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallaskálinn Re: svar: Tindfjallaskálinn

#51925
2806763069
Member

Er ekki bara hægt að selja Bratta líka?

Af þessum tveimur skálum held ég að Tindfjallaskálinn sé miklu áhugaverðari fyrir Ísalp félaga (ég for reyndar mína fyrstu Ísalp/fjallaferð í Tindafjöll og það hefur ekki verið kynding í Bratta síðan að ég hóf minn feril, svo ég gæti verið lítillega hlutdrægur).

En þegar á öllu er á botninn hvolft þá getur Ísalp augljóslega ekki staðið í þessum rekstir… (ég er alls ekki að kenna neinum um, þvert á móti eiga þeir einstaklingar sem þó hafa gert eitthvað heiður skilið, ég hef amk ekki lyft litlafingri)…auk þess sem bæði þessi svæði eru annaðhvort orðin óáhugaverð fyrir íslenskt klifur og fjallamennsku og/eða að menn gera það áhugaverða á einum degi.

Bratti og Botnssúlur eru hinsvegar áhugaverð t.d. fyrir Landsbjörg. Tilvalið svæði til allra helstu æfinga í grunnfjallamennsku, nálægt Reykjavík og ekki of langt labb í áhugavert landslag.
Að mínu mati mun hentugra svæði fyrir námskeið en Tindafjöll (en skiljanlegt að nýliðaþjálfarar kjósi frekar að fara í skálann með góðu kabyssunni en skálann með engri kabyssu).

Það eina sem vantar er áhugaverður skáli með almennilegri kyndingu og þá eru Botnssúlur orðnar að topp æfingasvæði fyrir fjallamennsku 1 oþh námskeið!