Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Forums Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52424
Páll Sveinsson
Participant

Stjórnin óskaði eftir opinni umræðu um lagabreitingarnar. Ég er búinn að koma mínum skoðunum á framfæri og eru þær ekkert betri eða verri en hvers annars.

Verst er að engin annar en ég er ósáttur við þessar breytingar og þeir stjórnarmenn sem látið hafa í sér heira hér á vefnum hafa undantekningarlaust varið nýu lögin.

Ég á víst að lesa þessi lög yfir daglega fram að fundi sem ég og hef gert og fram að þessu hafa þau ekkert skánað við það né svör stjórnar.

Það var víst einn maður sem samdi þessar breytingar og fæstir stjórnarmenn lásu þau yfir með gagnrýnum huga.

Hvernig væri að breyta því í lögunum sem þarfnast breytinga og láta annað sem skiptir engu máli vera.

Ég er búinn að segja mína skoðun á 1gr. og er heil ritgerð til að hrekja það hér að ofan en ég spyr: Hverju erum við bættari við breytinguna? Sem segir sjálfsögðu að það má breyta þó að það væri ekki annað en breytinga vegna. Geinin er ekkert betri eða verri eftir breytingar.

Eins er ég búinn að mæla með á móti ýmsum hlutum í þessari umræðu og ég trú ekki annað en það hafi vakið einhvern til umhugsunar.

Ekki vera svona fúlir þó ég hafi skoðanir.
kv.
Palli