Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hverjir þekkja til ISM? Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

#52010
0702546039
Member

Við vorum 6 félagar í ÍSALP og FBSR sem fóru á námskeið ISM sumarið 1978. Peter Boardman var leiðbeinandinn okkar og vorum við í virkilega góðum höndum þar. Gríðalega sterkur fjallamaður og hendurnar á honum eins og á hvítabirni. Við gerðum margt skemmtilegt m.a. klifruðum ísvegginn Les Courtes í Frakklandi og lentum í nokkrum snjóflóðum í um 60-75° halla á leiðinni upp. Heppnir í rauninni að sópast ekki niður með flóðinu en Pete var með frábærar ístryggingar sem björguðu okkur.Það sást till okkar í flóðunum og björgunarþyrla var send til að bjarga okkur en við, ásamt Pete, tókum það ekki í mál. Pete var ánægður með okkur þá.