Re: svar: Fundur um Boltun?

Home Forums Umræður Klettaklifur Fundur um Boltun? Re: svar: Fundur um Boltun?

#48864
2806763069
Member

Þið skjótið ykkur svo í fótinn með þetta! Ef boltun á að auka umferð um dalinn hvaða máli skiptir hún ef aðeins er verið að bolta leiðir sem eru 5.10 og erfiðari?

Ég segi enn of aftur að það er nóg pláss fyrir flott byrjendasvæði með boltum í Búhömrum, kannið gilið skammt vestur af Rauða turninum.

Það væri mjög mikil þröngsýni og frekja að ætla að bolta línur í Stardalnum. Ekki bara óvirðing við þá sem byggðu upp íþróttina heldur einnig við þá sem koma í framtíðinni.

Ég er satt best að segja hissa á þessari umræðu og mjög undrandi á að sjá mörg þau nöfn sem hér mæla með boltun. Ég hélt að íspinnarnir hefðu meiri skilning á gildi þess að vernda möguleika fyrir komandi kynnslóðir.

Ég vona svo sannarlega að menn fari nú að hætta þessu rugli og eyði frekar orkunni í að fara að klifra eða að bolta á svæðum þar sem það er viðeigandi.

Annars skiptir engu máli hvað Ísalp fundurinn ákveður, þeir sem eiga borvélar eru greinilega ekki á leiðinni upp í Stardal að bolta og ef einhverjir láta sig hafa það sýnist mér að þeir sem eiga borvélar verði ekki lengi að fylkja liði í dalinn með járnsagir og spasl.

En ef ykkur finnst skemmtileg að standa í þessu orðaskaki hér á netinu þá þið um það.

p.s. Palli og Olli ég lít svo á það að allar leiðir sem þið klifruðu FF með fifi geti ekki skrifast á ykkur heldur verði að skrifast á þá sem klífruðu þær fyrstir án þess að hanga. Þó efast ég ekki um að þið séuð ekki sammála þar sem þið eruð svona gaurar sem vilja bolta tryggjanlegar leiðir bara af því að það er svoldið langt milli trygginganna og að þið getið ekki gert hreyfingarnar. Svona ferð þegar menn verða gamlir og reyna að fremsta megni að halda í forna frægð. Sorglegt!