Re: svar: Ársritaskönnun

Home Forums Umræður Almennt Ársritaskönnun Re: svar: Ársritaskönnun

#54180
Karl
Participant

Það er nokkuð sjálfgefið að Goðasteinn er vestastur þar sem nafngiftin er að sama toga og á Goðafossi í Skjálfandafljóti hvar Þorgeir fól goðin forðum.
Þegar trúfrelsi var afnumið á Alþingi árið 1000 á skundaði Runólfur goðinn í Dal (sunnan Merkurbæja) með sína skúlptúra til fjalla og heitir kollurinn Goðasteinn þar sem skúlptúrarnir eru varðveittir
Nærtækast er að Goðasteinninn sé sá vestasti þar sem Runi kom upp um árið.

Guðni var einn af þrælum Rúts á Hrútafelli og reyndi að forða sér á jökul….
„Guðni hljóp allt upp á jökul og náði Rútur honum undir Guðnasteini og drap hann þar.“
Þar sem þeir kappar komu sunnan frá má ætla að Guðni hafi verið veginn undir syðsta steininum og heiti hann því Guðnasteinn.

Þeir sem geta lýst ferðum Hámundar er bent á Árna Alfreðs.