Þumall

Home Umræður Umræður Almennt Þumall

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45663
  2502614709
  Participant

  Hver er bossinn í ferðinni? Er ekki of seint að leggja af stað á föstudagskveldi? Ég held það sé betra að fara fyrr og tjalda t.d. við lónið til að stytta laugardaginn eða hvað var annars planið?
  4 + 1 skráður og ég veit um tvo í viðbót…. verður kannski frestað?

  #49908
  1704704009
  Meðlimur

  Ekki nema von að spurt sé. Það hefur gengið æði stirðlega að fá umsjónarmann í ferðina en ég hef verið að vonast til að það myndi bjargast á síðustu dögunum.

  Planið var að taka laugardaginn í allt verkefnið og gista í Skaftafelli að því loknu. Annars hefði umsjónarmaður haft yfirráð með nánari útfærslu. En því miður verður að segjast að þetta er farið að ganga aðeins á afturlöppunum, það viðurkennist fúslega.

  Vona innilega að bossamál verði komin á hreint fyrir morgundag. Annars stefnir í frestun inn á 10. sept.

  #49909
  1704704009
  Meðlimur

  Það er útséð um að ekki tókst að finna umsjónarmann fyrir Þumal og svo er veðurútlit orðið óhagstætt í þokkabót.

  Ferðinni er frestað til 10. september. Vonandi hefur enginn orðið fyrir óþægindum af þessum sökum.

  #49910
  Gummi St
  Participant

  Vonast til að komast með þessa helgi (verður að koma í ljós), en er ekki einhver svona „búnaðarlisti“ til, við þurfum t.d. að tjalda og svoleiðis er það ekki?
  Verður svo farið á einkabílum eða allir saman í hópferðabíl?

  (ég er nýr í Ísalp, þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur fyrir sig)

  mbkv. Guðm. F

  #49911
  1410815199
  Meðlimur

  Það er víst bannað að tjalda inn við lón. Það voru allavega skilaboðin sem lágu til mín og ferðafélaga minna þegar við gerðum það síðast.

  Skil samt ekki hvernig tjaldstæðið í skaftafelli eigi að anna öllum ferðamönnum sem um Vatnajökul fara ef tjaldstæðið er eini staðurinn sem má tjalda á!

  #49912

  Það væri best ef það væri afmarkaður blettur inni við Kjós sem fjallamenn fengu að nota sem svefnstað í samvinnu við Þjóðgarðsvörð. Legg til að stjórnin kíki á þetta mál og reyni að vera í sambandi við Skaftafellsþjóðgarð.

  kv.Ági

  #49913
  2502614709
  Participant

  Þá fer maður bara á flugeldasýningu í staðinn – samkvæmt veðurspá í kvöld leit þetta nú ekki illa út…

  #49914
  1709703309
  Meðlimur

  Enn einu sinni læt ég fylgja með frásögn af ferð klúbbsins á Þumal.
  Hana er annars að finna undir –
  Efni vefsins / Allar greinar / 2001

  Þumall, júlí 2001

  Höfundur: Stefán Páll Magnússon

  Þú þarft ekki að vera ruglaður til að fara á Þumal en það hjálpar. Gangan frá Skaftafelli að Hnútudal er nægilega löng til að æra fólk í annars mjög stöðugu ástandi. En það stoppaði þó ekki 11 þátttakendur í ferð á vegum klúbbsins helgina 13.-15. júlí til að leggja í ferð á fyrirheitna tindinn.

  Fylgt var fyrirfram ákveðinni ferðalýsingu sem fól í sér að leggja af stað frá tjaldstæðinu á Skaftafelli og ganga strax inn í Morsárdal og þaðan inn í Kjós, þar sem lagst var til hvílu um föstudagsnóttina. Hvílst var í fjórar stundir áður en lagt var af stað upp Hnútudal. Í stuttu máli sagt þá fóru 9 þátttakendur af 11 af stað um morguninn en tveir fóru í göngu inní Kjós sökum gamalla hnjámeiðsla. Þeir sem lögðu af stað fóru á topp drangans og áttu þar góða stund með glæsilegt útsýni til allra átta enda veður hlýtt og gott að öllu leyti. Að loknum uppáferðum þá var haldið í menninguna í Skaftafelli til Atla þjóðgarðsvarðar þar sem nokkrir tjölduðu sökum óstjórnandi svefnþurftar meðan aðrir héldu á Hnappavelli.

  Rétt er að nefna að þó ekki sé um mjög langa leið að ræða getur reynst nauðsynlegt að klifra í nokkrum spönnum á toppinn. Sama gildir um sigið sökum þess að leiðin liggur í spíral upp drangann og mikið viðnám á línu eykur mjög á slit þeirra.

  Að lokum fylgja hér upplýsingar um Þumal sem byggðar eru á riti Ísalp nr. 20 frá júní 1981, en þar koma fram ágætis upplýsingar um aðkomu og lýsingar á leið inn Kjósina og upp á Þumal.

  Ferðum á Þumal (1279), sem er forn gígtappi úr blágrýti, hefur farið fjölgandi síðustu ár. Hann var fyrst klifinn svo vitað er um í ágúst árið 1975, af þremur Vestmannaeyingum. Það liðu tvö ár þangað til hann var klifinn næst, og aftur liðu tvö ár þar til þriðji hópurinn hafði stígið á topp Þumals. Frá því að dranginn var fyrst klifinn fyrir 26 árum hafa klifrarar beitt mismunandi aðferðum við að nálgast viðfangsefnið. Í fyrstu ferðunum var valið að gista við Kjósina en heyrst hafa sögur um 14 tíma ferð frá Skaftafelli á Þumal og til baka í Skaftafell. Skipta má leiðinni í fjóra hluta; Skaftafellsheiði (4,5 km), Morsárdal+Kjós (5,5 km), hækkunin upp Hnútudal (ekki Vestari Hnútudal) að Þumli (3,5 km) og síðast en ekki síst bröltið upp á drangann sjálfann um 120 m. Við þetta má bæta að um talsverða hækkun er að ræða sem tekur sinn tíma.

  Viðbót frá pistlahöfundi. Ekki er þörf á miklum klifurbúnaði.
  Eitt sett hnetur, 4-6 tvista á klifurgengi (hreinsað úr af síðasta manni á leið upp) og ekki er sérstök þörf á sérhæfðum klifurskóm. Lína að sjálfsögðu og hjálmur vegna grjóthruns.
  Ef menn eiga fleyg þá er ekki verra að hafa hann með.

  Með kveðju,

  Stefán

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
 • You must be logged in to reply to this topic.