Re: Svar:klifur í dag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag Re: Svar:klifur í dag

#55024
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Fór í norðurlandsferð ásamt gömlu brýnunum Guðjóni Snæ, Palla Sveins og Viðari. Óvenjulegt að ég sé allt í einu orðin ungstirnið í hópnum (áratug yngri en næsti maður)… :)
Tókum einn dag í nýju leiðunum hans JB í Múlanum og einn dag í Kinninni.
Báðir dagar voru í plúsgráðunum og bleytan eftir því en klifrið tær snilld. Til stóð að klifra á sunnudag líka en +12°C spá var ekki alveg að gera sig – 6-7°C í Kinninni var með því allra mesta sem pumpan þolir…
Tvær töff nýjar leiðir í Kinninni og nokkrar endurtekningar á allerfiðum leiðum í Múlanum.
Myndir og skráning nýju leiðanna í vinnslu.