Re: svar: Þilið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þilið Re: svar: Þilið

#48250
2806763069
Meðlimur

Tja, ég reyndi reynar fyrst að hringja í Kalla sjálfan, vitandi að hann gæti talað björgunarsveitir og lögreglu í kaf og gefið mér þannig frið til að koma mér niður úr Þilinu. Auk þess gæti hann sagt þeim hvenig best er að aka inn dalinn.

Annars er maður farinn að skammast sín fyrir allt umstangið þar sem meiðslin eru ekki svo slæm eftir allt saman. Og mikið helvíti er súrt að sjá afskornu línuna og hugsa um allar skrúfurnar vitandi eftir á að maður hefði getað slakað á og v-þrætt.

Eftir þetta sýnist mér að einhver ætti að leggja höfuðið í bleyti um hvað gera skal þegar bjarga þarf klifrurum. Mér fannst frekkar skrítið hvað ég var að fá mörg símtöl frá 112 og Lögreglunni miðað við það að neyðarlínan og Landsbjörg eru í sama húsi og að ég var í einni þekktustu ísleið landsins. Ef ég hefði verið batteríslaus eða gloprað símanum niður hefðu flokkar björgunarsveitarmanna verið sendir inn í Þyril og vonandi líka inn í Eylífsdal. Það væri því ekki óvitlaust að einhver klifrari úr björgunarsveitunum tæki að sér að skrifa inn í í leiðarvísa nýustu leiðirnar og afhenta Landsbjörg svo björgunarliðið rata amk á réttan stað.

Annars hef ég í hyggju að mæta á fylleríið á laugardaginn og baða mig í stjörnuljómanum, segja ýkjusögur og láta eins og alsherjar fífl.

Og svo var ég nú ekki mikill jaxl þarna dinglandi og haldandi að mér væri að blæða út. Ef maður væri alvöru jaxl hefði maður strax séð að sárið var bara minniháttar, slakað aðeins á og komið sér rólega og hljóðlega í bæjinn án þess að skilja eftir stóran hluta af raknum. En ég er reynslunni ríkari!