Þilið

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Þilið

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45591
  Karl
  Participant

  Efsta spönn í Þilinu brotnaði víst undan Ívari þegar Andri var að tosa hann upp efstu spönn nú rétt áðan.

  E-h eru vís á leið til móts við þá en þeir báru sig vel þegar þeir létu vita af sér.

  Látið vita um framhaldið

  #48243
  0304724629
  Member

  Það er rétt Karl.

  Ívar hringdi í mig og bað mig að hafa samband við lögregluna í Mosfellsbæ til að tryggja að þeir sendu almennilegan bíl inneftir og hvar ætti að fá lykil af keðjunni. Þeir sendu Chukaranna hjá Slökkviliðinu í Reykjavík á staðinn. Efsta spönnin brotnaði víst í mola og Ívar tók víst góðann sving. Hann slasaðist á læri líklega af ísskrúfu sem var í beltinu hjá honum. Hann hélt hann væri tognaður en var annars bara í góðum fíling. Hann var sem betur fer búinn að hreinsa út skrúfurnar áður en þetta gerðist. Þeir ætluðu að ganga niður brekkuna og bíða eftir bílnum.
  Þeir félagar skrifa líklega meira þegar þeir koma til byggða.

  kv

  rok

  #48244
  2806763069
  Member

  Góður dagur á fjöllum með vafasaman endi.

  Við Andri skelltum okkur í Þilið, enda hið besta veður. Ég leyfði stáknum að taka fyrstu og síðustu spönnina, af því að ég er svo góður gæji svona á efri árum. Andri leysti málið með glans. Síðsta spönnin lá upp af frístandandi kerti yfir á fríhangandi kerti af xxL stærð. Þegar ég var búinn að elta hann svona 8m upp frístandandi kertið og var að klára fríhangandi kertið barði ég einum of oft á sama staðinn. Allt draslið ákvað að færa sig neðar í dalinn þar sem það væri óhult fyrir höggum mínum. Þetta hafa verið einhver hundruð kílóa af ís, eða 2 til 3 tonn!?! Ívar litli hékk hinsvegar í öllu draslinu og varð samferða því niður fyrstu 10 metrana. Þetta var bara teygjan á þunnu línunum mínum. Þegar ég var búinn að ná áttum fór fram skaða skoðun sem leiddi í ljós stóran skurð á innanverðu vinstra læri. Eftir að hafa rifið frá allar buxur sá ég að ekki var um mikla blæðingu að ræða. Ég var hinsvegar smeykur um að einhver blæðing væri inni í vöðvanum sem var eitthvað skrítinn. Þar sem bæði Andri og ég vorum með síma gat ég hringt í hann og skýrt honum frá aðstæðum. Hann skar af línunni og batt um stein. Hann kom svo niður til mín og eftir stutt stopp hélt hann áfram niður í fyrsta stanz. Ég seig svo á eftir honum niður. Við skildum eftir skrúfu í fyrsta stanz og hringdum einnig í 112. Niður brekkuna sigum við svo á spektur, sem við fjarlægðum. Þar sem 112 og fleirri björgunaraðilar voru alltaf að hringja í mig með spurningar hringdi ég í Rúnar sem hefur líka klifrað leiðina og bað hann að hringja í björgunarliðið og koma þeim í skilning um að það þyrfti stóran, stóran jeppa til að komast inn dalinn. Fljótlega hringdu slökkvuliðsgaurarnir í okkur og voru á leið inn dalinn. Við Andri gengum og höltruðum niður brekkuna. Þegar þarna var komið var lærvöðvinn farinn að virka töluvert betur en við vorum samt fegnir og þakkláttir farinnu út dalinn. Annars væri ég enn að halta heim á leið.

  Þegar við hringdum í 112 vissum við ekki hversu mikið ég væri slasaður. Ég ótaðist hinsvegar að í versta falli gæti ég hafa skaddað stóra æð. Við báðum hinsvegar sérstaklega um að bara einn bíll væri sendur til móts við okkur. Það sem ég vildi var einfaldlega að komast eins fljótt á slyssó og mögulegt og ég vissi að 60 undanfarar gætu ekki mikið flýtt fyrir mér þar sem ég var nokkurn veginn gangfær.
  Ég þakka þeim fyrir sem tóku þátt í útkalli björgunarsveitanna og þykkir leiðinlegt þeirra vegna að þetta var ekki meira stuð. Skal vand mig betur næst (7,9,13)

  Svo þakka ég auðvitað slökkvuliðsgaurunum sem komu að ná í mig.

  Þilið er hinsvegar enn í góðum gír. Það voru tvær mögulegar leiðir upp en nú er bara ein. Ef einhver fer upp má sá (sú) hinn sami gjarnan grípa skrúfurnar 3 með.

  Einhverjir vilja örugglega draga lærdóm af þessu. Staðreyndin er hinsvegar sú að ísinn var eins og best var á kosið og gaf engan veginn til kynna að eitthvað svona gæti verið yfirvofandi. Við höfðum meira að segja skrúfað inn einar 3 skrúfur í frístandandi kertið (réttarasagt þilið) sem hrundi. Sem betur fer var ég búinn að fjarlægja þessar skrúfur en ég vill helst ekki hugsa hvað hefði gerst ef þetta hefði hrunið þegar Andir var að leiða. Inn í fríhangandi kertið settum við ekki neitt, auðvitað!

  Einhverjir vilja örugglega bera þetta saman við tilfelli sem gerðist í næsta fossi við hliðina á fyrir um tveimur árum. Það er hinsvegar ekki sambærilegt, þar var um mjög kaldan og stökkan ís að ræða og allt sem fór var fríhangandi og auðvitað hefði engin heilvita maður tryggt í það (og það var ekki gert). Við vorum einfaldlega óheppnir, og samt helv. heppnir.

  Skemmtið ykkur vel í klifrinu um helgina, ég held ég salki á og láti saumana gróa. En vonandi verður ís milli jóla og nýárs. Kannski ég byrji á einhverju feitu og þægilegu.

  Climb on

  Ívar

  #48245
  Anonymous
  Inactive

  Sæll Ívar og frábært að vita að þú ert nokkurnveginn heill. Einnig er það mikils virði að þú(þið) komið fram og útskýrið þetta fyrir okkur hinum klifrunum á klifurmáli hvað gerðist svo maður þurfi ekki að lesa um þetta sprengt upp í fjölmiðlum af fréttamönnum sem stundum þekkja ekki almennilega til aðstæðana né sjálft sportið. Ég vona svo sannarlega að þú verðir fljótur að ná bata og farinn að berja þann bláa aftur sem fyrst.
  Með von um fljótan bata.
  Olli

  #48246
  Páll Sveinsson
  Participant

  Jaxl..
  Þokkalegt kikk að lenda í þessu.
  Þú hefur hvartað yfir þetta hafi ekki verið nógu spennandi.
  Nú ættir þú að vera saddur framm yfir hátíðirnar.

  Palli

  #48247
  Ólafur
  Participant

  Svei…þetta kalla ég að sleppa vel.
  Ætli þetta svari ekki ýmsum spurningum um GSM-umræðuna sem kom upp hér á vefnum um árið?
  Góðan bata Ívar kertasníkir.

  ÓliRaggi

  #48248
  1709703309
  Member

  Sammála Kalla, þakka Ívari fyrir að láta okkur vita fljótt af eðli atvika svo ekki fari af stað einhver vitleysa. Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta í jólaglöggið á morgum. Hlakka til að sjá sýninguna hjá Kirsty og Elvari.

  -spm-

  #48249
  Karl
  Participant

  Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar Ívar og Rúnar.
  Ég hef eins og Aðalríkur Alsgáði Ættarhöfðingi í Gaulverjabæ alltaf verið hræddari um að himnarnir hryndu yfir mig, frekar en að ég félli af himninum.
  Fyrir margtlöngu börðum við félagarnir okkur upp tuttugu tonna og tuttugu metra langan stólpa sem stóð allmarga metra frá hamrinum, -þetta var í Brynjudal.
  Viku seinna voru þessi tuttugu tonn langt niður í dal þrátt fyrir stöðugt frost allan tíman.
  Ísleiðir af 5° og ofar eru þess eðlis að föll eru hættuminni en í minna bröttum leiðum en aftur á móti meiri hætta á að ísinn (himnarnir) hrynji.
  Eina öryggið gegn þessu öllu saman er markviss og algild sófakönnun…..
  Þetta opnar hinsvegar á umræðuna um aðferðafræði við að bjarga sér út úr fríhangandi aðstðum sem þessum og hvert sé best að hringja eftir aðstoð.
  Gott væri að Rúnki birti númerið sitt hér á síðunni….

  #48250
  2806763069
  Member

  Tja, ég reyndi reynar fyrst að hringja í Kalla sjálfan, vitandi að hann gæti talað björgunarsveitir og lögreglu í kaf og gefið mér þannig frið til að koma mér niður úr Þilinu. Auk þess gæti hann sagt þeim hvenig best er að aka inn dalinn.

  Annars er maður farinn að skammast sín fyrir allt umstangið þar sem meiðslin eru ekki svo slæm eftir allt saman. Og mikið helvíti er súrt að sjá afskornu línuna og hugsa um allar skrúfurnar vitandi eftir á að maður hefði getað slakað á og v-þrætt.

  Eftir þetta sýnist mér að einhver ætti að leggja höfuðið í bleyti um hvað gera skal þegar bjarga þarf klifrurum. Mér fannst frekkar skrítið hvað ég var að fá mörg símtöl frá 112 og Lögreglunni miðað við það að neyðarlínan og Landsbjörg eru í sama húsi og að ég var í einni þekktustu ísleið landsins. Ef ég hefði verið batteríslaus eða gloprað símanum niður hefðu flokkar björgunarsveitarmanna verið sendir inn í Þyril og vonandi líka inn í Eylífsdal. Það væri því ekki óvitlaust að einhver klifrari úr björgunarsveitunum tæki að sér að skrifa inn í í leiðarvísa nýustu leiðirnar og afhenta Landsbjörg svo björgunarliðið rata amk á réttan stað.

  Annars hef ég í hyggju að mæta á fylleríið á laugardaginn og baða mig í stjörnuljómanum, segja ýkjusögur og láta eins og alsherjar fífl.

  Og svo var ég nú ekki mikill jaxl þarna dinglandi og haldandi að mér væri að blæða út. Ef maður væri alvöru jaxl hefði maður strax séð að sárið var bara minniháttar, slakað aðeins á og komið sér rólega og hljóðlega í bæjinn án þess að skilja eftir stóran hluta af raknum. En ég er reynslunni ríkari!

  #48251
  0405614209
  Participant

  Allt er gott sem endar vel.

  Halldór formaður

  #48252
  AB
  Participant

  Vil þakka þeim sem komu á móti okkur.

  Eins og fram hefur komið mátti litlu muna að farið hefði verr. En eins og við Ívar höfðum rætt fyrr um daginn, virðast hlutirnir hafa tilhneigingu til að fara vel. Þó fátt sé skemmtilegt við að skerast á læri verður það að teljast vel sloppið miðað við allt og allt.

  Það er eflaust hægt að læra margt af þessu. A.m.k. tek ég fleiri slinga með næst, blóðugt að þurfa skera línuna hans Ívars til að komast niður, en enginn haldbær ís var uppi á brún. Það var hrikaleg sjón að sjá spönnina svona gerbreytta og ég hefði aldrei getað trúað því að allt þetta myndi hrynja, ég hafði sérstaklega gætt mín á að skrúfa ekki í kertið en skrúfan sem ég setti inn þar fyrir ofan hefði hrunið með og togað okkur niður ef Ívar hefði ekki verið búinn að fjarlægja hana.

  Annars er spurning hvort fólk eigi yfirleitt að klifra með mér. Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem eitthvað stórt og mikið hrynur þegar ég er að tryggja félagann upp til mín, fyrst í Kerlingareldinum þar sem Óli Raggi slapp naumlega og svo þetta í gær. Ja, svei.

  Svo þetta með símana, í gær var gott að vera með GSM. Ég heyrði ekkert þegar allt matrixið hrundi sökum hvassviðris upp á brún, fann bara að Ívar datt og gerði ráð fyrir því að hann héldi svo áfram. Án símanna hefði tekið talsvert lengri tíma fyrir okkur að komast niður, auk þess sem við hefðum þurft að skakklappast út blessaðan dalinn. Mér hefur oft fundist það hálfgert svindl að hafa samskipti í gegnum síma í klifri en í svona aðstæðum er slík hugsun fjarri.

  Og eitt lærði ég í viðbót: Mikið helv… er Þilið flott leið.

  P.s. Ég spái því að Ívar verði farinn að berja sig upp ís innan margra daga. Hann er nú harður af sér kallinn, þrátt fyrir hans eigin yfirlýsingar um skort á jaxlamennsku:)

  Kv, Andri

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.