Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52417
2008633059
Meðlimur

Alltaf gaman þegar menn fara að rífast um lagabreytingar!

Það sem hér er lagt til er örugglega samt flest til bóta en það hefði alveg mátt vanda aðeins betur orðfærið og samræmi í sumum af þessum tillögum. Nokkur dæmi:

1) Það er ekki málfarslega rétt að segja: ,,Íslenski alpaklúbburinn er félag áhugamanna um fjallamennsku sem leggur áherslu á sameiningu fjallamanna og vexti fjallamennsku á Íslandi.“

Þarna hlýtur að eiga að standa „… vöxt fjallamennsku á Íslandi.“ En hvað þýðir annars að leggja áherslu á ,,sameiningu fjallamanna“?

2) Mér finnst að lögin eigi að vera á góðri íslensku. Á ástkæra, ylhýra málinu tölum við t.d. ekki um „festivöl“ heldur hátíðir!

3) Orðalagið á 2. gr. er frekar þvælukennt. Þar hefði einfaldlega mátt bæta við einni setningu í núverandi lög og orða hana t.d. þannig:

,,Félagar geta þeir orðið sem náð hafa 16 ára aldri. Þó skulu þeir sem ekki hafa náð 18 ára aldri hafa til þess skriflegt samþykki forráðamanna. Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs en aðalfundur ákveður upphæð þess.“

4) Það er ýmist talað um ,,félagið“ eða ,,klúbbinn“ í þessum tillögum að nýjum lögum. Finnst að þetta þurfi að samræma.

5) Það er talað um að kjósa „uppstillingarnefnd“ á aðalfundi í 5. gr. Hvað á hún að gera, er þetta kannski sama nefndin og kjörstjórnin sem talað er um í 9. gr.?

kv,
JLB