Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

Home Umræður Umræður Almennt Kárahnjúkar- nei takk! Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

#50651
0405614209
Participant

Þetta er allt hið versta mál. Ég fór þarna uppeftir í sumar og það fór ótrúlega mikið í taugarnar á mér að það voru skilti við alla afleggjara frá því að komið var upp á heiði sem bönnuðu aðgang. Eina skiltið sem ég man eftir þar sem mátti fara var inn að Snæfelli.

Hitt er svo annað að ég sakna þess mikið að hafa ekkert heyrt frá Samút (Samtök útivistarfélaga). Þessi samtök eru hatturinn yfir flest öll útivistarfélög á Íslandi og eru virðist vera óvirkt/óvirkjað aðhaldsafl.

Sjálfum finnst mér sjálfsagt að Ísalp taki afstöðu og það hefur ekkert með pólitík að gera – þetta er spurningin um að taka afstöðu með eða á móti umhverfisnauðgun.