Re: svar: Kárahnjúkar- nei takk!

Home Umræður Umræður Almennt Kárahnjúkar- nei takk! Re: svar: Kárahnjúkar- nei takk!

#50638
2502614709
Participant

Jæja, við erum nokkur sem höfum ákveðið að svara kalli Ómars. Við ætlum að mæta niður í Landsvirkjun á Háaleitisbrautinni í dag kl. 9:00 og setjast þar að, panta fund hjá Friðriki og biðja um frest. Okkur finnst að Alþingi Íslendinga, stundum kallað Háttvirt hafi verið lítisvirt í Kára-hnjúkaumræðunni. Við krefjumst þess að Alþingi fjalli um málið á nýjan leik. Þingmönnum sem stóðu að ákvörðuninni hlýtur að svíða sárt og ef þeir hafa samvisku ætti þá að kenna til.
Landsvirkjun er opin til 16:30 og vonandi verðum við þar eitthvað áfram, það verður heitt á könnunni og eru allir hvattir til að kíkja inn og bíða með okkur (eftir Friðriki). Einnig hyggjumst við hnoða saman bænarskrá til t.d. stjórnar Landsvirkjunar, og allt afskaplega
friðsamlegt.

Gljúfrabúinn

áframsenda