Re: svar: Íslenski ísrakkurinn

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Íslenski ísrakkurinn Re: svar: Íslenski ísrakkurinn

#53387
Skabbi
Participant

Takk fyrir svörin strákar!

Ég er elltaf með sigprússik á lítilli læstri bínu, gleymdi að telja það með.

Fleyga á ég enga, þá sjaldan að ég hef reynt að berja þá inn hafa þeir skotist út í rassgat eftir að hamarinn geigaði. Smiðsaugað ekki alveg nógu fókuserað hjá mér, held þeir verði seint standard issue í beltinu mínu. Specra er e-ð sem ég væri til í að prófa.

Prússellu hef ég verið að reyna að tileinka mér upp á síðkastið, þó að ég bölvi henni oft í sand og ösku eru ákveðin þægindi sem fylgja því, sérstaklega þegar 3 eru að klifra.

Ástæða þess að ég er með 7 skrúfur en 6 tvista er sú að ég er set oftast tvær skrúfur í megintryggingar og lausar bínur í þær.

4 metra prússikkið er ágætt að hafa, sérsteklega í Múlafjalli en í sannleika sagt fær það sífellt minni notkun. Spurning um að setja það á kanntinn með hnetunum og kamalottunum.

Tebrúsann er ég alltaf með, hann heldur á mér hita auk þess sem ég get skorðað hann milli grýlukerta og bundið um ef mig sárvantar tryggingu. Ice-bro? Te-bro? Ice-T…?

Strúfurnar fara á ice-clips sitthvorum megin (ég passa að sú lengsta sé neðst vinstra megin), tvistarnir í beltið framanvið skrúfurnar. Læstu bínurnar, prússikið og reversóið aftaná, löngu slingarnir um öxlina. Kamrarnir og hneturnar aftarlega á beltið, séu þeir með.

Allez!

Skabbi