Íslenski ísrakkurinn

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Íslenski ísrakkurinn

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46691
  Skabbi
  Participant

  Ég er að pæla í glingri sem maður tekur venjulega með sér í ísklifur á Íslandi. Þegar ég byrjaði að klifra tók ég venjulega allt það klifurdót sem ég átti með mér í hvert skipti sem ég fór að klifra. Smám saman rann upp fyrir manni að mikið af þessu var óþarfa burður, nú er ég búinn að skera þetta talsvert niður, kominn með beisikk ísrakk sem ég tek alltaf með.

  Hann samanstendur af:

  7 BD ísskrúfur (22cm, 3x 16cm, 3x 13 cm)
  4 lengjanlega tvista
  2 skrímera (þegar þeir eru ekki týndir, annars venjulegir tvistar)
  2 BD camelottar (0.5 og 1)
  4 hnetur (ca miðstærðir)
  3 læstar bínur
  3 ólæstar bínur
  2 tvöfaldir saumaðir slingar
  reverso
  ca 4 metra prússik hönk
  vasahnífur
  þræðingatól

  Ég geri ráð fyrir að klifurfélaginn komi með álíka mikið af skrúfum og tvistum. Ef ísinn er þykkur í allri leiðinni skil ég camana og hneturnar eftir í pokanum, annars fara þeir í beltið.

  Hvað með þig, ertu með meira eða minna af dóti? Vantar e-ð í þetta sem þér dettur ekki í hug að leggja af stað án eða er ég að burðast með e-ð sem þú hefur engin not fyrir?

  Allez!

  Skabbi – mér leiðist í vinnunni

  #53379
  AB
  Participant

  Mér finnst gott að vita af tveimur fleygum á rakknum.

  Ég er yfirleitt líka með tilbúinn sig-prússik.

  Annars fínn listi.

  AB

  #53380
  0309673729
  Participant

  Ein spektra er góð til að tryggja í frosinn mosa eða mel upp á brún. Endrum og sinnum einnig í ísfyllta sprungu.

  #53381

  Góður listi Skabbi. Ég er með smá viðbætur og hugleiðingar.

  Ég hef eina Grivel 360 í rakknum sem er fín til að skrúfa inn þar sem lítið pláss er fyrir handfangið.

  Er með 7-8 skrúfur. 4x BD, 1 Grivel 360, 2x Petzl og 1x löng Simond skran fyrir V-þræðingar.

  Hef þá reglu að hafa jafn marga tvista og skrúfur með mér. Er búin að koma mér upp nógu mörgum lengjanlegum og hef alltaf 2 screamera.

  Ég er alltaf með 2x5m af 5mm prussik, með þeim er hægt að gera allan fjandan t.d. félagabjörgun eða þegar að mann vantar prússik til að setja utan um stein þegar
  maður er að síga niður eitthvað skítagil með hjartað í buxunum.

  Daisy eða prúsilla(sem margir hjálparsveitar-hönkar kannast við). Mjög þægilegt til að klippa sig í akkeri. Annars er hestahnútur á línu allt eins góður.

  Eins og Andri sagði að ofan þá er gott að hafa nokkra fleyga með í rakknum.

  Góðar pælingar.

  Jæja aftur að læra.

  Kv. Ági

  #53382

  Skabbi, maður er hálfhissa að sjá ekki instant sítrónute-ið á rakklistanum, eins óbrygðult og það er orðið að þú takir þann eðalrykk með. Svona fyrir utan að vera þitt klifureldsneyti… er það ekki farið að vera bara ómissandi, einskonar lukkute? :)

  #53383
  0311783479
  Member

  Ég er maður svartsýnn og almennt bölsýnn, þannig að öngvir venjulegir sportklifur tvistar rata í mitt belti heldur skrímerar í allar skrúfur nema ef ég geti hengt fjölbýlishús foreldra minna í skrúfuna þá e-ð annað, nokkrir axlarlengdar tvistar sem einhver kallaði alpatvista fyrir margt löngu. 2 blaðfleygar og einn goggur. Ef útlit er fyrir einhverjar klettatryggingar þá hnetur og hexur, sleppa kamarlortum því ef sprungan er “ferglössuð” þá er ekkert not fyrir þá en hægt að svín lemja hexuna til.

  Sóleyjarslingur (daisychain) hefur ekki komið nálægt mínu belti síðan að fann mig, í miðju sósíal-klifri, hátt uppi í stansi að spjalli við Sissa sem var að tryggja Andra og svo þegar komið var að því að leggja í hann þá klippti ég mig úr síðustu skrúfunni og kom sóleyjarslingnum þægilega fyrir beltinu, mundað báðar axirnar í ísinn, litið niður og áttað mig á því að ég hafði öngva línu til að tengja mig við góðvin minn Andra 60metrum öfar. Urlaðist af hræðslu og bað sankti-pétur og Sissa að bjarga mér, báðir voru snöggir til og klipptu “einhverju” frá sér yfir í mig. Eftir nokkra djúpa andadrætti þá kom minn endi línunnar einhvers staðar í ljós og var hnýttur í beltið. Klifrað af stað og allir komumst við nú aftur niður á jafnsléttu. Vænn slurkur af íslensku brennvíni blandað “half ‘n’ half” við viský, náði gleðinni aftur á skrið.

  Ég kenni sóleyjarslingnum um þetta því ég var allt of kærulaus því ég var á honum en ekki línu.

  Held að hann sé best geymdur í stigaklifri eða einhverju slíku. Ef ég þarf að hnýta mig í e-ð, með öðru en línunni, þá þræði ég alvöru sling í gegnum beltið og svo í tryggingu og er öruggur að hann heldur allavegana pottþétt 22kN. En ég er kannski óeðlilega risk-averse

  Vonandi verður þessi dæmisaga mín einhverjum að gagni varðandi hættur sósíal-klifurs og sóleyjarslinga.

  Lifið heil!
  Halli

  #53384
  Páll Sveinsson
  Participant

  Ja hérna ég á geinilega eftir að læra margt af ykkur snillingar.

  Eina reglan hjá mér er að eiga eina góða spariskrúfu við hendina, nýlega og vel brýnda þegar mikið liggur við.

  Hvernig raðið þið svo þessu dóti á ykkur?

  kv.
  Palli

  #53385
  Sissi
  Moderator

  Ég hélt að þú myndir segja kúmen-te með 50% vinstri beygju olíu, fífíkrók, títaníumskrúfur og átaksskaft til að snúa þær inn. Og náttúrulega góða skapið.

  Hélt samt að Halli hefði verið stressaðri með 120 metrana fyrir neðan en 60 metrana fyrir ofan. Kannski ætti Halli bara ekki að taka neina Sissa með, svo hann gleymi sér ekki í bröndurum og sögum?

  Sissi

  #53386
  0311783479
  Member

  Brandarar, sogur og Sissar eru omissandi i hverri klifurferd – en ekki soleyjarslingar! :o)

  H

  #53387
  Skabbi
  Participant

  Takk fyrir svörin strákar!

  Ég er elltaf með sigprússik á lítilli læstri bínu, gleymdi að telja það með.

  Fleyga á ég enga, þá sjaldan að ég hef reynt að berja þá inn hafa þeir skotist út í rassgat eftir að hamarinn geigaði. Smiðsaugað ekki alveg nógu fókuserað hjá mér, held þeir verði seint standard issue í beltinu mínu. Specra er e-ð sem ég væri til í að prófa.

  Prússellu hef ég verið að reyna að tileinka mér upp á síðkastið, þó að ég bölvi henni oft í sand og ösku eru ákveðin þægindi sem fylgja því, sérstaklega þegar 3 eru að klifra.

  Ástæða þess að ég er með 7 skrúfur en 6 tvista er sú að ég er set oftast tvær skrúfur í megintryggingar og lausar bínur í þær.

  4 metra prússikkið er ágætt að hafa, sérsteklega í Múlafjalli en í sannleika sagt fær það sífellt minni notkun. Spurning um að setja það á kanntinn með hnetunum og kamalottunum.

  Tebrúsann er ég alltaf með, hann heldur á mér hita auk þess sem ég get skorðað hann milli grýlukerta og bundið um ef mig sárvantar tryggingu. Ice-bro? Te-bro? Ice-T…?

  Strúfurnar fara á ice-clips sitthvorum megin (ég passa að sú lengsta sé neðst vinstra megin), tvistarnir í beltið framanvið skrúfurnar. Læstu bínurnar, prússikið og reversóið aftaná, löngu slingarnir um öxlina. Kamrarnir og hneturnar aftarlega á beltið, séu þeir með.

  Allez!

  Skabbi

  #53388
  2506663659
  Participant

  Talandi um Screamera er einhver að selja þá hér heima.

  En annars fínn þráður. Prúsilla er málið.

  kv,
  GSS

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.