Re: svar: Hvað er að gerast ?

Home Umræður Umræður Almennt Hvað er að gerast ? Re: svar: Hvað er að gerast ?

#52607
2006753399
Meðlimur

Syðri tindur Hrútfjallstinda lá í valnum eftir páskana, þrælfín ferð upp klassísku-leiðina stóragil á eystra Hrútfjalli. Fór við annan mann með Guðjóni Erni og hittum hressa reykjavíkur skátana á leiðinni.

Fjallið er í góðum „alpa“ aðstæðum, mjög hart færi og hvergi má renna á rassgatið nema þá til að slá hraðamet niður á Svínafellsjökul. Þurftum því að tryggja víða þar sem þess er yfirleitt óþarft með hlaupandi tryggingum.

Fórum uppfyrir vestari tindinn og niður á hafrafellið þaðan að Svínafellsjökli, 16 tímar frá tjaldi með canyoning-skemmtiferð í endann.

http://picasaweb.google.com/robert.teiknari/HrutfjallstindarPaskar2008?authkey=Un5MqMeQk4Q