Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Helgarspreijið › Re: svar: Helgarspreijið
16. mars, 2009 at 11:42
#53971

Meðlimur
Á laugardag fórum við fjórir uppá Kistufell eftir suðvestur snjólínunni og var það ágætis skemmtun en hvergi var nokkur þörf á broddum og tæplega öxum þar sem snjórinn var svona temmilega þéttur að þetta var bara eins og að labba upp stiga.
Á sunnudag fórum við svo tveir í Spora en já hann er einmitt mjög góður þessa dagana, ísinn jafnvel betri en síðustu helgi.
Fórum líka litla fossinn sem er þarna soldið fyrir neðan en ég veit ekki hvað hann heitir. Held að honum sé líst sem ágætis upphitun í ársritinu.
kv. Stefán Þ.