Helgarspreijið

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Helgarspreijið

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46845
  Skabbi
  Participant

  Fyrst Telemarkararnir þegja ennþá þunnu hljóði um það hversu æðisgengilegt Telemark festivalið um helgina var, ætla ég bara að ríða á vaðið og spreija um það hversu frábært ísklifrið á suðvesturhorninu var um helgina.

  Á laugardaginn kíktum við þrjú inn í Kórinn í Kjós, klifruðum Spora og Konudagsfossinn, sem báðir voru í príma aðstæðum. Konudagsfossinn sérstaklega var akfeitur, á eftir að standa af sér talsverða hláku. Veður var þó með versta móti.

  Við Retro rifum okkur snemma á lappir á sunnudaginn og settum stefnuna á Eilífsdal. Dalurinn var beinfrosinn þannig að akfært var alla leið inn í botn. Eftir að hafa horft upp í biksvart kófið sem faldi leiðirnar í 10 mínútur ákváðum við að lífi og limum væri líklega betur borgið annarsstaðar þann daginn.

  Við héldum förinni áfram inn Hvalfjörðinn og enduðum undir Ýringi í Brynjudal. Efsta haftið var heillegt að sjá neðan af vegi þó að neðri höftin væru ekki öll beisin. Þau reyndust öll klifranleg þó ekki væru þau að sama skapi tryggjanleg.

  Efsta haftið reyndist hin besta skemmtun. Kertaður ís á köflum og MIKIÐ rennsli neðantil í fossinum var bara til að auka gleðina. Að koma svona tandurhreinn upp úr spönninni eftir þessa hressandi sturtu var líka bara bónus!

  Í ljósi vísindalegrar samanburðarísfæði tek ég heilshugar undir orð A. Bjarnasonar að efsta haftið í Ýringi sé bona fide íslensk fimma. Verður trúlega hvorki mikið erfiðari né léttari í misjöfnu árferði.

  Ein spurning að lokum: Hafa menn prófað að halda áfram og klifra síðustu höftin upp á brún? Eitt þeirra er stæðilegt að sjá úr fjarska, þó að tröllaukin hengjan sem slútti yfir hafi dregið úr spenningnum í gær hjá okkur félögunum.

  Allez!

  Skabbi

  #53971
  2210803279
  Member

  Á laugardag fórum við fjórir uppá Kistufell eftir suðvestur snjólínunni og var það ágætis skemmtun en hvergi var nokkur þörf á broddum og tæplega öxum þar sem snjórinn var svona temmilega þéttur að þetta var bara eins og að labba upp stiga.
  Á sunnudag fórum við svo tveir í Spora en já hann er einmitt mjög góður þessa dagana, ísinn jafnvel betri en síðustu helgi.
  Fórum líka litla fossinn sem er þarna soldið fyrir neðan en ég veit ekki hvað hann heitir. Held að honum sé líst sem ágætis upphitun í ársritinu.

  kv. Stefán Þ.

  #53972
  AB
  Participant

  Skab,

  Ég minnist þess að Ívar hafi klifrað höftin fyrir ofan Ýring. Þau voru víst erfið.

  AB

  #53973
  AB
  Participant

  Flott helgi hjá ykkur, BTW!

  AB

  #53974

  Ekki mikið af myndum teknar þessa helgi. Maður er latur við það í skítviðri. En ég setti inn eitthvað smá úr kjósinni (http://retro.smugmug.com/gallery/7616559), aðallega af Hrönn að spóla upp spora.

  Svo er ég búinn að setja inn myndir frá ísklifur road-trippinu ógurlega (http://retro.smugmug.com/gallery/7608899_ecHZJ#491988276_CjDA8) en þar má meðal annars finna einhverjar myndir af nýjum leiðum sem voru farnar.

  #53975
  0808794749
  Member

  helgarspreijjj telemarkara má meðal annars finna í fréttum hér að ofan…

  #53976
  AB
  Participant

  Magnaðar myndir, Bjöggi, eins og alltaf.

  AB

  #53977
  Ólafur
  Participant

  Flottar myndir að norðan/austan og greinilega vel heppnað ródtripp. Þið eruð nú samt ekki þeir fyrstu sem lenda í slæmu veðri á þessum slóðum. Þarna var fyrir nokkrum árum á ferð heldur ólukkulegra tríó sem þurfti að bíða af sér storminn undir Búlandstindi. Reyndar var einn þeirra pakkaður inn í teppi en það er önnur saga….

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.